Ríkisstjórnarleiðtogi

(Endurbeint frá Stjórnarleiðtogi)
Ekki rugla saman við „Þjóðhöfðingi.“

Ríkisstjórnarleiðtogi er stjórnmálafræðilegt hugtak, sem á við um háttsettan embættismann sem fer fyrir ríkisstjórn sjálfstæðs ríkis, sjálfstjórnarsvæðis eða tiltekinnar stjórnsýslueiningar. Forsætisráðherra og kanslari eru dæmi um ríkisstjórnarleiðtoga. Ríkisstjórnarleiðtogi er oftast, annað hvort háttsettasti eða næst háttsettasti, valdsmaðurinn í tiltekinni stjórnareiningu (þá á eftir þjóðhöfðingja). Hugtakið „ríkisstjórnarleiðtogi“ er þannig gjarnan notað til aðgreiningar frá hugtakinu „þjóðhöfðingi,“ þar sem þjóðhöfðingi þarf ekki að leiða ríkisstjórn, heldur getur það verið táknrænt og valdalítið embætti (t.d. þegar um þingbundna konungsstjórn er að ræða). Vald ríkisstjórnarleiðtoga getur verið mjög mismunandi eftir löndum, og fer algjörlega eftir því hverskonar stjórnkerfi á við.

Hlutverk ríkisstjórnarleiðtoga eftir stjórnkerfum breyta

  • Í þingbundinni konungsstjórn er svipað fyrirkomulag og í þingræði. Ríkisstjórnarleiðtoginn er gjarnan forsætisráðherra, og hann er tvímælalaust æðsti leiðtogi framkvæmdarvaldsins sem fer fyrir ríkisstjórninni, á meðan konungur eða drottning er þjóðhöfðingi, sem er táknrænt embætti með takmörkuð völd. Dæmi um þetta eru Bretland, Danmörk, Noregur og Svíþjóð.
  • Í hálf-forsetaræði svarar ríkisstjórnarleiðtoginn bæði til þjóðhöfðingjans og til löggjafarvaldsins. Þjóðhöfðinginn, sem er gjarnan forseti, er æðsti yfirmaður framkvæmdarvaldsins en þarf að skipa ríkisstjórn undir forystu ákveðins ríkisstjórnarleiðtoga (sem er gjarnan forsætisráðherra). Frakkland er dæmi um hálf-forsetaræði. Þar fara bæði þjóðhöfðinginn, þ.e. forseti Frakklands og ríkisstjórnarleiðtoginn, þ.e. forsætisráðherra Frakklands, fyrir stjórnmálaflokka. Þegar flokkur forsetans er stærstur á þinginu er stjórnkerfið ekki svo ósvipað þingræði, nema það að þjóðhöfðinginn hefur talsvert meiri völd hjá framkvæmdarvaldinu og ríkisstjórnarleiðtoginn þarf að svara beint til hans, þar sem þjóðhöfðinginn getur yfirleitt slitið ríkisstjórninni hvenær sem honum sýnist. Þegar flokkur forsetans er hins vegar ekki stærstur á þingi, neyðist hann til að skipa forsætisráðherra úr stjórnarandstöðuflokki. Þegar slíkt gerist í Frakklandi er það kallað „Cohabitation.“[2]

Tilvísanir breyta

  1. Gunnar Helgi Kristinsson, 2007, bls. 152-157.
  2. Roskin o.fl., 2012, bls. 255-256.

Heimildir breyta

  • Gunnar Helgi Kristinsson (2007). Íslenska stjórnkerfið (2. útgáfa). Reykjavík: Háskólaútgáfan. bls. 234-238 og 254-257.
  • Roskin, M. G., Cord, R. L., Medeiros, J. A. og Jones, W. S (2012). Political Science: An Introduction (12. útgáfa). Upper Saddle River, NJ: Pearson Prentice Hall. bls. 234-238 og 254-257.

Tengt efni breyta