Júkon-fljót
(Endurbeint frá Júkonfljót)
Júkonfljót er stórfljót í norðvestanverðri Norður-Ameríku. Það á upptök sín í Bresku Kólumbíu, rennur í gegnum Júkon-fylki og loks í gegnum Alaska og í Beringshaf. Fljótið er 3190 kílómetra langt og vatnasvið þess er 832.700 km². Júkonfljót hefur verið notað sem samgönguæð, t.d. árin 1896 til 1903 í Klondike-gullæðinu. Höfuðstaður Júkonfylkis liggur við ána, borgin Whitehorse.
Júkon (Yukon á ensku) eða ųųg han á máli Gwich’in frumbyggja þýðir hvítá enda er jökulvatn í henni. Ein lengsta laxaganga í heimi er í Júkonfljóti.
Heimild
breytaFyrirmynd síðunnar var síðan Yukon River(en) á ensku Wikipedia. Sótt 20 mars, 2016.