Frjálslyndi flokkurinn (Kanada)
Frjálslyndi flokkurinn er kanadískur stjórnmálaflokkur. Flokkurinn hefur verið í áhrifastöðu í kanadískum stjórnmálum mikinn hluta af sögu landsins[1][2] og var við völd í tæp 69 ár á 20. öldinni, lengur en nokkur annar stjórnmálaflokkur í þróuðu ríki. Fyrir þær sakir er flokkurinn stundum kallaður „hinn eðlilegi stjórnarflokkur“ Kanada.[3][4]
Frjálslyndi flokkurinn Liberal Party of Canada Parti libéral du Canada | |
---|---|
Leiðtogi | Justin Trudeau |
Forseti | Suzanne Cowan |
Þingflokksformaður | Pablo Rodríguez |
Stofnár | 1867 |
Stofnandi | George Brown |
Höfuðstöðvar | Constitution Square, Ottawa, Ontario |
Stjórnmálaleg hugmyndafræði |
Samfélagsleg frjálslyndisstefna |
Einkennislitur | Rauður |
Sæti í neðri þingdeild | |
Vefsíða | www.liberal.ca |
Flokkurinn kennir sig við frjálslyndisstefnu[5][6][7] og er yfirleitt talinn standa í miðjunni eða til miðvinstri í litrófi kanadískra stjórnmála; vinstra megin við Íhaldsflokkinn en hægra megin við Nýja lýðræðisflokkinn (sem hefur stundum stutt minnihlutastjórnir Frjálslynda flokksins).[5][2][8] Líkt og kanadíski Íhaldsflokkurinn er Frjálslyndi flokkurinn þó gjarnan talinn rúma margar ólíkar stefnur[4] og flokkurinn sækir fylgi sitt til fjölbreyttra hópa kjósenda.[9] Á áttunda áratugnum lýsti forsætisráðherrann Pierre Elliott Trudeau því yfir að Frjálslyndi flokkurinn aðhylltist „róttæka miðjustefnu“.[10][11]
Meðal stefnumála og lagasetninga Frjálslynda flokksins í gegnum tíðina má nefna stofnun almennrar heilsugæslu, kanadískra lífeyrissjóða, stúdentalána, friðargæslu, alþjóðahyggju, sjálfstæði Kanada með núverandi stjórnarskrá landsins, viðurkenningu á réttindaskrá Kanada, mögulegt lagaferli fyrir aðskilnað fylkja úr kanadíska ríkjasambandinu, lögleiðingu á hjónabandi samkynhneigðra, lögleiðingu á líknardrápi og á kannabisneyslu og setningu almennra kolefnisskatta.[6][12]
Árið 2015 vann Frjálslyndi flokkurinn undir forystu Justins Trudeau sinn mesta kosningasigur frá árinu 2000 og hlaut hreinan þingmeirihluta með 184 þingsætum og 39,5 prósentum atkvæða. Í þingkosningum árið 2019 tapaði flokkurinn nokkru fylgi og náði ekki að viðhalda meirihluta sínum en var þó áfram stærsti flokkurinn á kanadíska þinginu.[13] Í næstu kosningum, sem voru haldnar 20. september 2021, mistókst Frjálslynda flokknum að endurheimta meirihluta á þingi en flokkurinn hlaut aftur flest þingsæti.[14]
Leiðtogar Frjálslynda flokksins
breyta- George Brown 1867
- Edward Blake 1869-1870
- Alexander Mackenzie 1873-1880
- Edward Blake 1880-1887
- Wilfrid Laurier 1887-1919
- William Lyon Mackenzie King 1919-1948
- Louis St. Laurent 1948-1958
- Lester B. Pearson 1958-1968
- Pierre Trudeau 1968-1984
- John Turner 1984-1990
- Jean Chrétien 1990-2003
- Paul Martin 2003-2006
- Stéphane Dion 2006–2008
- Michael Ignatieff 2008–2011
- Bob Rae 2011–2013
- Justin Trudeau 2013–
Tilvísanir
breyta- ↑ Rodney P. Carlisle (2005). Encyclopedia of Politics: The Left and the Right. SAGE Publications. bls. 274. ISBN 978-1-4522-6531-5.
- ↑ 2,0 2,1 Donald C. Baumer; Howard J. Gold (2015). Parties, Polarization and Democracy in the United States. Taylor & Francis. bls. 152–. ISBN 978-1-317-25478-2.
- ↑ Patrick James; Mark J. Kasoff (2007). Canadian Studies in the New Millennium. University of Toronto Press. bls. 70. ISBN 978-1-4426-9211-4.
- ↑ 4,0 4,1 R. Kenneth Carty (2015). Big Tent Politics: The Liberal Party's Long Mastery of Canada's Public Life. UBC Press. bls. 16–17. ISBN 978-0-7748-3002-7. - (PDF copy - UBC Press, 2015)
- ↑ 5,0 5,1 Amanda Bittner; Royce Koop (1. mars 2013). Parties, Elections, and the Future of Canadian Politics. UBC Press. bls. 300–. ISBN 978-0-7748-2411-8.
- ↑ 6,0 6,1 McCall, Christina; Stephen Clarkson. "Liberal Party". Geymt 5 október 2013 í Wayback Machine The Canadian Encyclopedia.
- ↑ Dyck, Rand (2012). Canadian Politics: Concise Fifth Edition. Nelson Education. bls. 217, 229. ISBN 978-0176503437.
- ↑ Liberal Party. 2015.
- ↑ Andrea Olive (2015). The Canadian Environment in Political Context. University of Toronto Press. bls. 55–. ISBN 978-1-4426-0871-9.
- ↑ Graham, Ron, ed. (1998). The Essential Trudeau. McClelland & Stewart, p. 71. ISBN 978-0-7710-8591-8.
- ↑ Thompson, Wayne C. (2017). Canada. Rowman & Littlefield, p. 135. ISBN 978-1-4758-3510-6.
- ↑ „Liberal Party of Canada“. Encyclopædia Britannica. Sótt 19. apríl 2013.
- ↑ Ævar Örn Jósepsson (22. október 2019). „Trudeau tapar fylgi en sigrar þó“. RÚV. Sótt 22. október 2019.
- ↑ Markús Þ. Þórhallsson (21. september 2021). „Frjálslyndi flokkur Trudeaus hafði betur í Kanada“. RÚV. Sótt 21. september 2021.