Seðlabanki er banki sem stjórnar gjaldmiðli og peningamálastefnu ríkis eða hóps ríkja sem eru í myntbandalagi. Seðlabankar sjá líka um bankakerfi ríkisins og hafa einkarétt á að prenta peningaseðla. Sem dæmi má nefna Seðlabanka Íslands og Seðlabanka Evrópu, sá síðarnefndi sér um peningamálastefnu evrusvæðisins.

Höfuðstöðvar Seðlabanka Evrópu í Frankfurt

Seðlabanki stjórnar peningamálastefnu með því að breyta stýrivöxtum eða gegna hlutverki lánveitanda til þrautavara, það er að segja seðlabankinn veitir banka lán á meðan kreppa stendur eða ef bankinn er að verða gjaldþrota. Sumir seðalbankar hafa líka efirlitsvöld til að koma í veg fyrir að bankar og aðrar fjármálastofnanir hagi sér á kærulausan eða kolrangan hátt. Í flestum þróuðum löndum vinna seðlabankar utan við stjórnmál.

Seðlabanki Svíþjóðar er elsti seðlabankinn í heimi en hann var stofnaður árið 1668. Annar elsti er Englandsbanki sem stofnaður var árið 1694.

  Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.