Þjónusta

Þjónusta er óáþreifanleg vara sem er ekki hægt að eiga en kemur viðskiptavini engu að síður til góða. Nokkur dæmi um þjónustu er barnagæsla, bílaviðgerð og farsímasamningur.

Framleiðsla af þjónustum árið 2005.

Vörutegund getur verið bæði áþreifanleg vara og þjónusta á sama tíma. Flestar vörutegundir eru milli áþreifanlegra vara og þjónustu. Í veitingahúsum er til dæmis boðið upp á bæði vörur (matinn) og þjónustu.

Hagkerfi margra vestrænnna landa byggist nú á þjónustu. Samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum veittu Bandaríkin mesta þjónustu árið 2005. Næstmesta veittu Japan og Þýskaland. Þá myndaði þjónusta 78,5% hagkerfis Bandaríkjanna.[1]

HeimildirBreyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.