Fredericton
Fredericton er höfuðborg kanadíska fylkisins Nýja-Brúnsvík (New Brunswick). Borgin liggur í miðju fylkinu við Saint John fljótið. Íbúar voru 56,224 árið 2011. Ýmis list er í Fredericton: Listaskólar og hin árlega tónlistarhátíð Harvest Jazz & Blues Festival. Tveir háskólar eru í borginni. The University of New Brunswick var stofnaður árið 1785 sem gerir hann elsta opinbera háskóla í Norður-Ameríku. Odell Park er verndað skóglendi með göngustígum og er suður af miðbænum. Grasagarður Fredericton liggur við það. Borgin var stofnuð af Frökkum á 17. öld. En seint á 18. öld náðu Bretar yfirráðum.
Heimild
breytaWikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Fredericton.
Fyrirmynd greinarinnar var „Fredericton“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 20. okt, 2016.