Frumbyggjar Kanada eru þeir frumbyggjar Ameríku sem búa innan landamæra Kanada. Þeir skiptast nánar í frumþjóðirnar, inúíta og Métisa.[1] Áður var algengt að vísa til frumbyggja sem „indíána“ og „eskimóa“ en þessi hugtök eru minna notuð í Kanada nú til dags og þykja almennt niðrandi.[2]

Hlutfall frumbyggja af íbúafjölda ríkja og héraða í Kanada og Bandaríkjunum.

Almennt er talið að landnám manna í Ameríku hafi átt sér stað fyrir um 14.000 árum og að fyrstu mennirnir hafi komið þangað um landbrú yfir Beringssund frá Síberíu.[3][4] Elstu minjar um fornindíána í Kanada hafa fundist í Old Crow Flats og Bluefish Caves.[5] Samfélög frumbyggja einkenndust af föstum bústöðum, landbúnaði og víðtækum viðskiptatengslum.[6][7] Sum menningarsamfélög frumbyggja voru horfin af sjónarsviðinu á 15. öld og hafa uppgötvast við fornleifarannsóknir.[8]

Talið er að frumbyggjar Kanada hafi verið milli 200.000[9] og 2 milljónir[10] þegar Evrópumenn komu þangað. Talan 500.000 er notuð af Konunglegri nefnd um málefni frumbyggja sem viðmið.[11] Í kjölfar landnáms Evrópumanna fækkaði frumbyggjum um 40 til 80% og sumar frumþjóðir, eins og Beóþúkkar, hurfu alveg.[12] Fækkunin stafaði bæði af sjúkdómum sem Evrópumenn fluttu með sér (eins og inflúensu, mislingum og bólusótt) og frumbyggja skorti ónæmi gegn,[9][13] átökum við landnema og stjórnvöld þeirra, og landráni sem takmarkaði aðgang frumbyggja að náttúruauðlindum sem þeir höfðu áður nýtt sér til viðurværis.[14][15]

Þrátt fyrir átök voru samskipti frumbyggja Kanada við evrópska Kanadabúa oftast friðsamleg.[16] Frumþjóðirnar og Métisar (afkomendur frumbyggja og evrópskra Kanadabúa) léku lykilhlutverk í nýlendustofnun Evrópubúa í Kanada, sérstaklega með því að aðstoða skinnakaupmenn og landkönnuði í skinnaversluninni.[17] Samskipti Bresku krúnunnar og frumþjóðanna hófust á nýlendutímanum en Inúítar höfðu minna af evrópskum landnemum að segja framan af.[18] Frá lokum 18. aldar hófu evrópskir Kanadabúar að reyna að aðlaga menningu frumþjóðanna að þeirra eigin menningu.[19] Þetta náði hápunkti á 19. og 20. öld þegar kerfi heimavistarskóla var komið upp af ríkisstjórn Kanada þar sem börn frumbyggja voru neydd til að dveljast fjarri fjölskyldum sínum og taka upp evrópska siði og venjur, um leið og þau máttu þola margvíslegt ofbeldi og misnotkun af hálfu starfsliðs skólanna.[20] Sérstakri sáttanefnd var komið á fót af ríkisstjórninni 2008 til að ræða viðbrögð og mögulegar bætur handa þessum börnum.[21] Þessi mál komust í hámæli aftur 2021 þegar stórar fjöldagrafir með líkum hundraða barna komu í ljós við marga af þessum heimavistarskólum.[22]

Samkvæmt manntali frá 2016 voru frumbyggjar Kanada 1.673.785 talsins, eða 4,9% landsmanna, þar af töldust 977.230 til frumþjóða, 587.454 Métisar og 65.025 inúítar. 7,7% af íbúum Kanada undir 14 ára aldri eru frumbyggjar.[23] Það eru yfir 600 aðgreindir hópar frumbyggja með eigin menningu, tungumál og listir sem njóta viðurkenningar kanadískra stjórnvalda.[24][25] Með sérstökum þjóðhátíðardegi frumbyggja er framlagi frumbyggja til sögu og menningar Kanada fagnað sérstaklega.[26]

Margt fólk af frumbyggjaættum hefur náð langt í kanadísku þjóðlífi og stuðlað að því að menning frumbyggja sé orðin ríkur þáttur í sjálfsmynd Kanadabúa. Árið 2021 varð Mary Simon varð fyrsti frumbygginn til þess að gegna embætti landstjóra Kanada.[27]

Tilvísanir

breyta
  1. Collins (2001). Aboriginal People and Other Canadians: Shaping New Relationships. University of Ottawa Press.
  2. „Terminology Guide“. Inidan and Northern Affairs. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. september 2008. Sótt 7. júlí 2021.
  3. Dillehay, Thomas D. (2008). The Settlement of the Americas: A New Prehistory. Basic Books. bls. 61. ISBN 978-0-7867-2543-4.[óvirkur tengill]
  4. Fagan, Brian M.; Durrani, Nadia (2016). World Prehistory: A Brief Introduction. Routledge. bls. 124. ISBN 978-1-317-34244-1.
  5. Rawat, Rajiv (2012). Circumpolar Health Atlas. University of Toronto Press. bls. 58. ISBN 978-1-4426-4456-4.
  6. Hayes, Derek (2008). Canada: An Illustrated History. Douglas & Mcintyre. bls. 7, 13. ISBN 978-1-55365-259-5.
  7. Macklem, Patrick (2001). Indigenous Difference and the Constitution of Canada. University of Toronto Press. bls. 170. ISBN 978-0-8020-4195-1.
  8. Sonneborn, Liz (janúar 2007). Chronology of American Indian History. Infobase Publishing. bls. 2–12. ISBN 978-0-8160-6770-1.
  9. 9,0 9,1 Wilson, Donna M; Northcott, Herbert C (2008). Dying and Death in Canada. University of Toronto Press. bls. 25–27. ISBN 978-1-55111-873-4.
  10. Thornton, Russell (2000). „Population history of Native North Americans“. Í Haines, Michael R; Steckel, Richard Hall (ritstjórar). A population history of North America. Cambridge University Press. bls. 13, 380. ISBN 978-0-521-49666-7.
  11. O'Donnell, C. Vivian (2008). „Native Populations of Canada“. Í Bailey, Garrick Alan (ritstjóri). Indians in Contemporary Society. Handbook of North American Indians. 2. árgangur. Government Printing Office. bls. 285. ISBN 978-0-16-080388-8.
  12. Marshall, Ingeborg (1998). A History and Ethnography of the Beothuk. McGill-Queen's University Press. bls. 442. ISBN 978-0-7735-1774-5.
  13. True Peters, Stephanie (2005). Smallpox in the New World. Marshall Cavendish. bls. 39. ISBN 978-0-7614-1637-1.
  14. Laidlaw, Z.; Lester, Alan (2015). Indigenous Communities and Settler Colonialism: Land Holding, Loss and Survival in an Interconnected World. Springer. bls. 150. ISBN 978-1-137-45236-8.
  15. Ray, Arthur J. (2005). I Have Lived Here Since The World Began. Key Porter Books. bls. 244. ISBN 978-1-55263-633-6.
  16. Preston, David L. (2009). The Texture of Contact: European and Indian Settler Communities on the Frontiers of Iroquoia, 1667–1783. University of Nebraska Press. bls. 43–44. ISBN 978-0-8032-2549-7.
  17. Miller, J.R. (2009). Compact, Contract, Covenant: Aboriginal Treaty-Making in Canada. University of Toronto Press. bls. 34. ISBN 978-1-4426-9227-5.
  18. Tanner, Adrian (1999). „3. Innu-Inuit 'Warfare'. Innu Culture. Department of Anthropology, Memorial University of Newfoundland. Afrit af uppruna á 12-30-2014. Sótt 3-8-2017.
  19. Asch, Michael (1997). Aboriginal and Treaty Rights in Canada: Essays on Law, Equity, and Respect for Difference. UBC Press. bls. 28. ISBN 978-0-7748-0581-0.
  20. Kirmayer, Laurence J.; Guthrie, Gail Valaskakis (2009). Healing Traditions: The Mental Health of Aboriginal Peoples in Canada. UBC Press. bls. 9. ISBN 978-0-7748-5863-2.
  21. „Truth and Reconciliation Commission of Canada: Calls to Action“ (PDF). National Centre for Truth and Reconciliation. 2015. bls. 5. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 6-15-2015. Sótt 7-9-2016.
  22. „Þriðja fjöldagröfin finnst í Kanada“. RÚV.is. 1. júlí 2021.
  23. „Aboriginal peoples in Canada: Key results from the 2016 Census“.
  24. 2011 National Household Survey: Indigenous Peoples in Canada: First Nations People, Métis and Inuit
  25. „Map division“. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. október 2012.
  26. Government of Canada, Public Services and Procurement Canada. „Information archivée dans le Web“ (PDF). publications.gc.ca.
  27. „Fyrst frumbyggja í embætti landstjóra“. RÚV.is. 6. júlí 2021.