Kanadíski eyjaklasinn
Kanadíski eyjaklasinn eða Heimskautaeyjar Kanada (The Arctic Archipelago eða Canadian Arctic Archipelago) samanstendur af öllum þeim eyjum sem eru norður af meginlandi Kanada (utan Grænlands). Svæðið þekur 1.424.500 km2 og telur 36.563 eyjar, þar af eru 94 stærri eyjar. Það er í kanadísku héruðunum Núnavút og Norðvesturhéruðunum. Íbúar eru um 14.000.
Svæðið er að mestu túndra og jöklar. Víðitegundir þrífast allra syðst þar á meðal fjallavíðir og alaskavíðir.