Breska konungsveldið

(Endurbeint frá Breska krúnan)

Breska konungsveldið eða breska krúnan er stjórnkerfi þar sem konungur Bretlands er þjóðhöfðingi Bretlands og hjálenda þess. Samkvæmt breskri hefð er krúnan uppspretta framkvæmda-, dóms- og löggjafarvalds. Í reynd er krúnan háð lýðræðislega kjörnum fulltrúum á breska þinginu. Konungur Bretlands er líka höfuð ensku biskupakirkjunnar og þjóðhöfðingi í fimmtán ríkjum samveldisins.

Karl 3. Bretakonungur er núverandi þjóðhöfðingi Bretlands.

Tengt efni

breyta
   Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.