Tungumál

Mál er kerfi merkja, tákna, hljóða og orða sem notuð eru saman til þess að lýsa hugtökum, hugmyndum, merkingum og hugsunum. Málfræðingar eru þeir sem að rannsaka mál, en í nútímanum var málfræði fyrst kynnt sem vísindagrein af Ferdinand de Saussure. Þeir sem að tala mál, eða nota það á annan hátt, eru taldir með sem hluti af málsamfélagi þess máls.

Fleygrúnir voru fyrsta ritmálið.

Tungumál er hugtak sérstaklega notað um þau mál sem að hafa hljóðkerfi. Fjölmörg tungumál eru til í heiminum í dag, ýmist með eða án ritkerfa.

Þar sem að orðið mál hefur margar merkingar í íslensku (t.d. í hugtökunum málaferli og „að taka mál af e-u“), og er ekkert annað orð tiltækt sem er sambærilegt við orðið language á ensku, þá mun orðið tungumál vera notað hér eftir sem hvert það kerfi merkja, tákna, hljóða og orða sem hægt er að rita, tala eða á annan hátt skilja.

Flokkar tungumálaBreyta

 
Landkort sem sýnir germönsk tungumál. Rauða línar skilur á milli Norðurgermanskra tungumála og Vesturgermanskra tungumála.

Einfaldasta flokkun tungumála væri í náttúruleg tungumál og tilbúin tungumál. Annað flokkunarkerfi gæti verið töluð mál, rituð mál og táknmál. Einnig eru náttúruleg tungumál flokkuð niður í málhópa eftir málsvæðum, en í því kerfi telst íslenska til indóevrópskra mála, undir því til germanskra mála og ennfremur til norrænna mála og vesturnorrænna mála.


NotkunBreyta

Árið 2021 er áætlað að 7.139 tungumál séu töluð í heiminum. Sú tala tekur þó breytingum eftir því sem meira er vitað um tungumál heimsins. Að auki eru sjálf tungumálin að taka breytingum, þau skarast og töluð af samfélögum sem eru að taka breytingum. Áætlað hefur verið að um það bil 40 prósent tungumála séu í útrýmingarhættu. Oft eru þau með minna en 1.000 notendur. Á sama tíma notar meira en helmingur jarðarbúa aðeins 23 tungumál.[1]

Áætlað er að á árinu 2021 tali um 1348 milljónir manna ensku bæði sem móðurtungu og hafi lært hana; 1120 milljónir manna tali mandarín kínversku; 600 milljónir hindi; 543 milljónir spænsku; 274 milljónir arabísku; 268 milljónir bangali tungu og 267 milljónir frönsku.[2]

FjölbreytileikiBreyta

 
„Veggur ástarinnar“ í Montmartre í París þar sem „ég elska þig“ hefur verið ritað á 250 tungum.

Ekkert land hefur fleiri tungur en Papúa Nýja-Gínea. Hinir mörgu ættlokkar sem saman telja um sjö milljónir íbúa, eru töluð 840 tungumál. Það er um 12 prósent af tungumálum heimsins. Þar á eftir kemur Indónesía með 711 tungumál; Nígería með 517; Indland 456; Bandaríkin 328; Ástralía 312; og í Kína eru töluð 309 tungumál.[3]

TenglarBreyta

TilvísanirBreyta

  1. Eberhard, David M., Gary F. Simons, and Charles D. Fennig (eds.). (mars 2021). „How many languages are there in the world?“. 2021. Ethnologue: Languages of the World. Twenty-fourth edition. Dallas, Texas: SIL International. Online version: http://www.ethnologue.com. Sótt 25. mars 2021.
  2. Eberhard, David M., Gary F. Simons, and Charles D. Fennig (eds.). 2021. (2021). „What are the top 200 most spoken languages?“. Ethnologue: Languages of the World. Twenty-fourth edition. Dallas, Texas: SIL International. Online version: http://www.ethnologue.com. Sótt 24. mars 2021.
  3. Carmen Ang (24. mars 2021). „Ranked: The countries with the most linguistic diversity“. World Economic Forum / Visual Capitalist. Sótt 24. mars 2021.
 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu