Hagkerfi kallast blandað þegar efnahagur lands er skipulagður með þeim hætti að á sumum sviðum eru gæði framleidd á frjálsum markaði en öðrum úthlutað af ríkinu. Á frjálsum markaði eru það fyrirtæki í einkaeigu, sem framleiða vörur og veita þjónustu. Á hinn bóginn framleiða opinberar stofnanir eða fyrirtæki í eigu ríkisins samkvæmt miðstýrðari framleiðsluháttum.

Strangt tekið eru öll hagkerfi blönduð, í mismiklum mæli þó.

Tengill

breyta
  • „Hvað er blandað hagkerfi?“. Vísindavefurinn.