Korn
Korn er safnheiti yfir fræ nytjaplantna af grasaætt. Helstu kornplöntur eru hrís, hveiti, maís, bygg, dúrra, hafrar, hirsi og rúgur.
Verkun
breytaKorn er slegið með þreskivél sem skilur í sundur hálm (stöngul) og kornið sjálft. Það skilur hálminn eftir í garða og sumar þreskivélar saxa hann áður en honum er skilað aftur á akurinn.
Tækni við verkun kornsins fer eftir notkunarsviði kornisins eins og taflan fyrir neðan sýnir:
Aðferð | Fóðurkorn | Sáðkorn | Matarkorn |
---|---|---|---|
Votverkun | Hentar | Hentar ekki | Hentar ekki |
Súgþurrkun | Hentar | Hentar | Hentar |
Færiþurrkun | Hentar | Hentar | Hentar |
Hraðþurrkun | Hentar | Hentar ekki | Hentar ekki |