Stóru vötnin
nokkur stór stöðuvötn í og við Sigdalinn mikla í Afríku
Stóru vötnin í Afríku eru nokkur stór stöðuvötn í og við Sigdalinn mikla og landsvæðið umhverfis. Meðal þeirra er þriðja stærsta stöðuvatn heims Viktoríuvatn. Vötnin eru:
Sumir kalla einungis Viktoríuvatn, Albertsvatn og Edwardsvatn Stóru vötnin, þar sem þau eru þau einu sem tæmast út í Hvítu Níl. Tanganjikavatn og Kivuvatn eru hluti af vatnakerfi Kongófljóts.
Landsvæðið við stóru vötnin
breytaÁ svæðinu við stóru vötnin eru löndin Rúanda, Búrúndí og Úganda, auk hluta Lýðveldisins Kongó, Tansaníu og Kenýa. Svæðið er eitt af þeim þéttbýlustu í heimi, en áætlað er að 107 milljónir manna búi þar. Vegna eldvirkni er svæðið við stóru vötnin með bestu ræktarlöndum í Afríku og vegna hæðarinnar er loftslagið temprað, þótt svæðið sé við miðbaug.