Kopar

Frumefni með efnatáknið Cu og sætistöluna 29

Kopar (eða eir) er frumefni með efnatáknið Cu og sætistöluna 29 í lotukerfinu.

   
Nikkel Kopar Sink
  Silfur  
Efnatákn Cu
Sætistala 29
Efnaflokkur Hliðarmálmur
Eðlismassi 8920,0 kg/
Harka 3,0
Atómmassi 63,546 g/mól
Bræðslumark 1357,6 K
Suðumark 2840,0 K
Efnisástand
(við staðalaðstæður)
Fast form
Lotukerfið

Almennir eiginleikar

breyta

Kopar er rauðleitur málmur með mikla raf- og varmaleiðni (af hreinum málmum við stofuhita hefur einungis silfur meiri rafleiðni). Kopar er að líkindum sá málmur sem mannkynið hefur lengst haft í notkun. Fundist hafa tilbúnir hlutir úr kopar sem taldir eru vera frá um 8700 f.Kr. Kopar finnst í margvíslegu málmgrýti, en einnig sums staðar í hreinu formi.

Á tímum Forn-Grikkja var málmurinn þekktur undir nafninu khalkos. Á tíma Rómverja varð hann svo þekktur sem aes Cyprium (aes er almennt latneskt orð yfir koparmálmblöndur eins og brons og aðra málma og mikið af kopar var unnið úr námum á Kýpur). Heitið var einfaldað yfir í cuprum og þaðan, með breytingum, yfir í íslenska orðið kopar.

Notkun

breyta

Kopar er þjáll og sveigjanlegur og er notaður mikið í vörur eins og:

Sjá einnig

breyta