Spænska
Spænska (español eða castellano) er indóevrópskt tungumál af ætt rómanskra tungumála. Málið á uppruna sinn í latínu. Það telst til undirflokksins íberórómönsk mál og er annað til fjórða mest talaða tungumál í heimi. Um það bil 480 miljónir tala spænsku sem móðurmál (fyrsta mál), en ef þeir eru taldir með sem hafa spænsku sem annað mál verða talendur 550 miljónir (2018). Flestir spænskumælendur búa í Suður- og Norður-Ameríku auk Spánar.
Spænska español eða castellano | ||
---|---|---|
Málsvæði | Spánn, Mexíkó, Kólumbía, Argentína auk fjölda annarra landa og svæða | |
Heimshluti | Í hluta Evrópu, stærstum hluta Mið-Ameríku, á nokkrum svæðum í Norður-Ameríku, hluta Suður-Ameríku og í Karíbahafinu, auk innskotssvæða og á meðal innflytjenda í öllum heimsálfum | |
Fjöldi málhafa | 480 milljónir | |
Sæti | 2-3 (breytilegt eftir áætlunum) | |
Ætt | Indóevrópskt ítalískt | |
Skrifletur | Latneskt stafróf | |
Opinber staða | ||
Opinbert tungumál |
Argentína, Bólivía, Chile, Dóminíska lýðveldið, Ekvador, El Salvador, Evrópusambandið, Gvatemala, Hondúras, Kosta Ríka, Kólumbía, Kúba, Mexíkó, Miðbaugs-Gínea, Níkaragva, Nýja Mexíkó (Bandaríkin), Panama, Paragvæ, Perú, Púertó Ríkó (Bandaríkin), Spánn, Úrúgvæ, Venesúela og Vestur-Sahara | |
Stýrt af | Asociación de Academias de la Lengua Española | |
Tungumálakóðar | ||
ISO 639-1 | es
| |
ISO 639-2 | spa
| |
SIL | SPN
| |
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |
Spænska eða kastilískaBreyta
Spánverjar kalla tungumál sitt „español“ (spænska) til að aðgreina það frá öðrum þjóðtungum sem ensku eða frönsku. En til að aðgreina það frá öðrum tungumálum á Spáni er það kallað „castellano“ (kastilíska). Önnur mál töluð á Spáni eru m.a. galisíska, baskneska, katalónska og leónska. Í Katalóníu og Baskalandi er venjulega talað um kastilísku þegar átt er við spænsku. Annars staðar í heiminum er málið ýmist kallað „español“ eða „castellano“, það fyrra mun algengara.