Spænska (español eða castellano) er indóevrópskt tungumál af ætt rómanskra tungumála. Málið á uppruna sinn í latínu. Það telst til undirflokksins íberórómönsk mál og er annað til fjórða mest talaða tungumál í heimi. Um það bil 480 miljónir tala spænsku sem móðurmál (fyrsta mál), en ef þeir eru taldir með sem hafa spænsku sem annað mál verða talendur 550 miljónir (2018). Flestir spænskumælendur búa í Suður- og Norður-Ameríku auk Spánar.

Spænska
español eða castellano
Málsvæði Spánn, Mexíkó, Kólumbía, Argentína auk fjölda annarra landa og svæða
Heimshluti Í hluta Evrópu, stærstum hluta Mið-Ameríku, á nokkrum svæðum í Norður-Ameríku, hluta Suður-Ameríku og í Karíbahafinu, auk innskotssvæða og á meðal innflytjenda í öllum heimsálfum
Fjöldi málhafa 480 milljónir
Sæti 2-3 (breytilegt eftir áætlunum)
Ætt Indóevrópskt

 ítalískt
  rómanskt
   gallóíberískt
    íberórómanskt
     spænska

Skrifletur Latneskt stafróf
Opinber staða
Opinbert
tungumál
Argentína, Bólivía, Chile, Dóminíska lýðveldið, Ekvador, El Salvador, Evrópusambandið, Gvatemala, Hondúras, Kosta Ríka, Kólumbía, Kúba, Mexíkó, Miðbaugs-Gínea, Níkaragva, Nýja Mexíkó (Bandaríkin), Panama, Paragvæ, Perú, Púertó Ríkó (Bandaríkin), Spánn, Úrúgvæ, Venesúela og Vestur-Sahara
Viðurkennt minnihlutamál {{{minnihlutamál}}}
Fyrsta mál
heyrnarlausra
{{{fyrsta mál}}}
Stýrt af Asociación de Academias de la Lengua Española
Tungumálakóðar
ISO 639-1 es
ISO 639-2 spa
ISO 639-3 {{{iso3}}}
SIL SPN
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode.

Spænska eða kastilískaBreyta

Spánverjar kalla tungumál sitt „español“ (spænska) til að aðgreina það frá öðrum þjóðtungum sem ensku eða frönsku. En til að aðgreina það frá öðrum tungumálum á Spáni er það kallað „castellano“ (kastilíska). Önnur mál töluð á Spáni eru m.a. galisíska, baskneska, katalónska og leónska. Í Katalóníu og Baskalandi er venjulega talað um kastilísku þegar átt er við spænsku. Annars staðar í heiminum er málið ýmist kallað „español“ eða „castellano“, það fyrra mun algengara.

HeimildirBreyta

TenglarBreyta

 
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu