Labrador er landsvæði á norðausturströnd Kanada og meginlandshluti kanadíska héraðsins Nýfundnaland og Labrador. Labrador er 71% af landsvæði héraðsins, en aðeins 6% íbúa búa þar. Labrador nær yfir austurhluta Labradorskaga. Norðaustan við strönd Labrador er Labradorhaf, en Grænland liggur norðan við það. Að sunnan skilur Belle Isle-sund milli Labrador og Nýfundnalands. Labrador og Nunavut mætast á Killiniq-eyju í Gray-sundi milli Labradorhafs og Ungava-flóa. Annars liggur Labrador að héraðinu Quebec í vestri og suðri.

Kort sem sýnir Labrador.
Sjá aðgreiningarsíðuna fyrir yfirlit yfir aðrar merkingar „Labrador“

Meðal frumbyggja Labrador eru Inúítar, Métisar og Innúar.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.