Montréal

borg í Québec í Kanada

Montréal er stærsta borg Québec-fylkis í Kanada, en önnur stærsta borg Kanada á eftir Torontó. Montréal er einnig önnur stærsta frönskumælandi borg vesturheims á eftir París. Um 65% íbúa borgarinnar tala frönsku heima hjá sér en um 14% ensku[1]. Upprunaleg nöfn hafa verið ýmis, en meðal annars má nefna Hochelaga og Ville-Marie (Borg Maríu). Ekki fyrr en undir lok átjándu aldar breyttist nafnið í Montréal. Fellið heitir Mont-Royal. Nafn borgarinnar er dregið af orðunum mont (fell), og royal, sem þýðir konungs, eða konunglegt, en hefur verið bjagað í Montréal af enskumælendunum sem fyrirfinnast yfirleitt í þeim hverfum sem eru vestan megin við fellið.

Séð yfir Montréal

Tilvísanir

breyta
  1. "Montréal, Quebec (Code 462) and Quebec (Code 24) (table). Census Profile." Geymt 28 maí 2015 í Wayback Machine Náð í 25. ágúst 2015
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.