Vancouver
Vancouver er borg í Bresku Kólumbíu á vesturströnd Kanada. Íbúafjöldi er rúm 600 þúsund en yfir tvær milljónir manna búa á öllu borgarsvæðinu. Borgin er í héraðinu Lower Mainland.
HeitiBreyta
Borgin er nefnd eftir George Vancouver sem kannaði svæðið fyrir hinn konunglega breska sjóher árið 1792. Nafnið Vancouver má rekja til Hollands; "Van Coevorden", sem þýðir frá Coevorden eða Koevern í hollenska neðra-Saxlandi. Koevern merkir kúavað.