Vancouver

Vancouver er borg í Bresku Kólumbíu á vesturströnd Kanada. Íbúafjöldi er rúm 630 þúsund (2016) en yfir 2,5 milljónir manna búa á öllu borgarsvæðinu. Borgin er í héraðinu Lower Mainland. Íbúar borgarinnar eru með fjölbreyttan bakgrunn en um 50% eru ekki með ensku að móðurmáli. Stærsti Chinatown Kanada er í Vancouver. Timburiðnaður og ferðaþjónusta eru mikilvægustu atvinnugreinarnar. Vancouverhöfn er stærsta höfn landsins.

Vancouver skýjakljúfar.
West end, Vancouver
Vancouver séð frá Grouse mountain
Gervihnattarmynd.

Stutt er í fjallendi og náttúru og er skíðasvæðið í Whistler vinsælt. Vetrarólympiuleikarnir 2010 voru haldnir þar. Einnig er vinsælt skóglendið og útivistarsvæðið í Stanley Park sem er við miðja borgina.

Veður í Vancouver er milt og er kaldasti mánuðurinn janúar með 4,1 C°. Snjó festir sjaldan og í stuttan tíma.

HeitiBreyta

Borgin er nefnd eftir George Vancouver sem kannaði svæðið fyrir hinn konunglega breska sjóher árið 1792. Nafnið Vancouver má rekja til Hollands; "Van Coevorden", sem þýðir frá Coevorden eða Koevern í hollenska neðra-Saxlandi. Koevern merkir kúavað.

ÍþróttaliðBreyta

   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.