Langjökull er annar stærsti jökull Íslands, um 950 km² að stærð og hæsti punktur hans í 1.355 m hæð. Jökullinn er vestan við Hofsjökul á miðhálendi Íslands. Er hann talinn þekja tvær eldstöðvar. Hallmundarhraun rann um árið 900 frá eldvörpum við norðvesturbrún Langjökuls og alla leið til byggða í Hvítársíðu eða um 50 kílómetra leið.

Gervitunglamynd af Langjökli.
Nærmynd af Langjökli tekin frá Kaldadal.
Kort af Langjökli og helstu fjöllum og skriðjöklum

Austan undir jöklinum er jökullónið Hvítárvatn en það er upphaf Hvítár.

Jarðskjálftar breyta

Jarðskjálftavirkni er í jöklinum og hafa nýlegir stórir skjálftar verið 4 að stærð 2015 og 4,6 árið 2022. [1]

Nálægir staðir breyta

Tilvísanir breyta

  1. Stór jarðskjálfti í Langjökli Vísir

Heimild breyta

  • „Langjökull“. Sótt 3. desember 2005.
  • „Vesturland.is - Afþreying og staðir“. Sótt 16. júlí 2010.
   Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.