Björn Bjarnason (f. 1899)

Björn Bjarnason (30. janúar 189919. janúar 1984) var verkamaður og borgarfulltrúi í Reykjavík frá 1934 til 1950.

Ævi og störf breyta

Björn fæddist á Höskuldsstöðum í Austur-Húnavatnssýslu. Hann stundaði sjómennsku nyrðra á yngri árum, en fluttist til Reykjavíkur nærri þrítugur. Þar gerðist hann iðnverkamaður og varð einn af stofnfélögum Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir félagið fram á elliár og lét einnig til sín taka á vettvangi Alþýðusambandsins.

Hann var kjörinn bæjarfulltrúi fyrir Kommúnistaflokkinn árið 1934 og endurkjörinn fjórum árum síðar, en þá stóðu kommúnistar og Alþýðuflokksmenn að sameiginlegum framboðslista. Frá 1942 til 1950 sat Björn svo í bæjarstjórn fyrir Sósíalistaflokkinn.

Heimild breyta

  • Páll Líndal & Torfi Jónsson (1986). Reykjavík: Bæjar- og borgarfulltrúatal 1836-1986. Reykjavíkurborg.