Elk Cloner

Elk Cloner er einn af fyrstu tölvuvírusunum sem tókst að dreifa sér utan við tölvukerfið þar sem hann varð til. Hann dreifði sér með disklingum milli tölva með stýrikerfið Apple DOS 3.3 frá 1982. Höfundur hans var 15 ára bandarískur forritari, Rich Skrenta. Vírusinn átti upphaflega að vera saklaus grikkur. Elk Cloner var ræsigeiravírus. Hann olli ekki vísvitandi neinum skaða en gat skrifað yfir frátekna geira á breyttum diskum og eyðilagt þá. Vírusinn breiddist nokkuð hratt út þar sem fólk var ekki meðvitað um hættuna og engin vírusvarnarforrit voru til.

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.