Phil Collins
Breskur trommuleikari, söngvari og lagahöfundur (fæddur 1951)
Phil Collins (fæddur 30. janúar 1951) er enskur trommuleikari, söngvari, lagahöfundur, og leikari. Hann er einna best þekktur fyrir þátttöku sinn í hljómsveitinni Genesis. Hann er einn af eingöngu þremur tónlistarmönnum, ásamt Paul McCartney og Michael Jackson, sem hefur tekist að selja yfir hundrað milljón eintök á heimsvísu bæði innan og utan hljómsveitar.