Franklin D. Roosevelt

32. forseti Bandaríkjanna

Franklin Delano Roosevelt (30. janúar 188212. apríl 1945), oft kallaður FDR, var 32. forseti Bandaríkjanna á árunum 1933 til 1945. Roosevelt fæddist í Hyde Park í New York-fylki. Franklin kvæntist eiginkonu sinni Eleanor 17. mars 1905 þrátt fyrir mótmæli móður hans. Saman eignuðust þau 6 börn; Önnu, James, Franklin Delano Jr. (lést nokkurra mánaða gamall), Elliot, annan Franklin Delano Jr. og loks John Aspinwall.

Franklin Roosevelt
Franklin D. Roosevelt á ljósmynd eftir Leon A. Perski, 1944.
Forseti Bandaríkjanna
Í embætti
4. mars 1933 – 12. apríl 1945
VaraforsetiJohn Nance Garner (1933–1941)
Henry A. Wallace (1941–1945)
Harry S. Truman (janúar–apríl 1945)
ForveriHerbert Hoover
EftirmaðurHarry S. Truman
Fylkisstjóri New York
Í embætti
1. janúar 1929 – 31. desember 1932
VararíkisstjóriHerbert H. Lehman
ForveriAl Smith
EftirmaðurHerbert H. Lehman
Persónulegar upplýsingar
Fæddur30. janúar 1882
Hyde Park, New York, Bandaríkjunum
Látinn12. apríl 1945 (63 ára) Warm Springs, Georgíu, Bandaríkjunum
DánarorsökHeilablóðfall
StjórnmálaflokkurDemókrataflokkurinn
MakiEleanor Roosevelt (g. 1905)
BörnAnna Eleanor, James, Franklin, Elliott, Franklin Delano yngri, John Aspinwall
HáskóliHarvard-háskóli
StarfStjórnmálamaður
Þekktur fyrirAð leiða Bandaríkin út úr kreppuni sem að fylgdi fyrri heimstyrjöldini og fyrir að vera forseti Bandaríkjanna í seinni heimsstyrjöldini
Undirskrift

Franklin Roosevelt er af mörgum talinn einn merkasti einstaklingur 20. aldarinnar. Hann var 32. forseti Bandaríkjana og er jafnframt sá eini til að vera kosinn oftar en tvisvar sinnum. Ennfremur leiddi hann Bandaríkin í gegnum tvær af mestu hörmungum sem þau hafa þurft að ganga í gegnum, kreppuna miklu og seinni heimstyrjöldina. Hann tók við af Herbert Hoover árið 1933 en þá hafði kreppan mikla staðið yfir síðan 1929 eftir að fjármálakerfið hafði fallið. Með áætlun sinni „nýju gjöfinni“ (enska: „The New Deal“) tókst honum að gera Bandaríkin aftur að heimsveldinu sem það er í dag. Hann var einnig við stjórnvölinn í gegnum nærri alla seinni heimsstyrjöldina en eftir að hafa barist við lömunarveiki í rúma tvo áratugi lést hann þann 12. apríl árið 1945 úr heilablóðfalli, einungis þremur vikum áður en Þjóðverjar gáfust upp.

Leið Roosevelt til valda

breyta

Franklin Delano Roosevelt fæddist árið 1882 í Hyde Park í New York. Hann var fjarskyldur ættingi Theodore Roosevelt,[1][2] Bandaríkjaforseta frá 1901-1909. Eftir að hafa lokið grunnmenntun sem hann að hluta til hlaut heima hóf hann skólagöngu í lagadeild Harvard og árið 1905 stundaði hann laganám við Columbia-háskóla. Árið 1907 hætti hann hinsvegar þar og fór að vinna fyrir fyrirtæki á Wall Street og tók réttindi til lögmanns í New York-ríki. Árið 1910 var hann svo kosinn á ríkisþing New York sem fulltrúi demókrata.[3]

Snemma á pólitískum ferli sínum fór Roosevelt beint til verks og þáverandi forseti Woodrow Wilson var fljótur að taka eftir hæfileikum hans. Árið 1913 skipaði hann Roosevelt sem aðstoðarritara sjóhersins. Þegar fyrri heimstyrjöldin braust svo út árið 1914 sýndi Roosevelt pólitíska getu sína og náði að halda uppi stöðugri framleiðslu í verksmiðjum sjóhersins á meðan stríðinu stóð. Þegar fyrri heimstyrjöldinni lauk sat hann við gerð Versalasamningana og lýsti yfir andstöðu sinni við þá þar sem hann taldi þá ekki gera heiminn óhultari fyrir lýðræði heldur einungis öruggara fyrir gömlu heimsveldin.[1] Árið 1920 þótti Roosevelt orðinn mikið efni til forseta og var hann útnefndur sem varaforsetaefni demókrata en forsetaframbjóðandinn James M. Cox náði hinsvegar ekki kjöri og því sneri Roosevelt aftur til New York og stundaði lögfræði.[3] Sumarið 1921 greindist Roosevelt með lömunarveiki og það munaði ekki miklu að hann hefði lamast algjörlega. Eftir það var hann algjörlega bundinn í hjólastól.[1] Með miklum viljastyrk og þreki tókst honum þó að snúa aftur til stjórnmála og árið 1928 var hann kosinn ríkisstjóri New York.[4]

Roosevelt verður forseti

breyta

Árið 1929 skall heimskreppan á af fullu afli. Hlutabréf í kauphöll New York, Wall Street, hríðféllu og í kjölfarið urðu 13 milljónir Bandaríkjamanna atvinnulausir. Heildarverðmæti framleiðslu féll úr 93 milljörðum dollara niður í 52 milljarða á einu ári og einn þriðji allra banka í Bandaríkjunum fór á hausinn.[5] Margir töldu Herbert Hoover, þáverandi forseta, seinan til að athafast eitthvað og varð hann í kjölfarið mjög óvinsæll. Á sama tíma stóð Roosevelt sig með miklum ágætum sem ríkisstjóri New York. Hann kom á fót allskyns atvinnubótavinnu og hlaut í kjölfarið mikið lof landsmanna. Þegar kom að forsetakosningum árið 1932 kom því engum á óvart að Demókratar skildu útnefna Roosevelt frambjóðanda sinn til forsetaembættis og hann sigraði þáverandi forseta með afgerandi mun.[1]

Þegar Roosevelt tók við starfi forseta Bandaríkjanna í janúar árið 1933 lofaði hann miklum umbreytingum fyrstu hundrað dagana í starfi undir nafninu ný gjöf eða „New Deal“, sem hann stóð við því á þessum tíma tókst honum að koma í gegnum þingið fimmtán nýjum lagafrumvörpum til að sporna við kreppunni. Flest þessara frumvarpa voru til að hjálpa tilteknum atvinnugeirum að komast aftur á kjölinn og sem dæmi má nefna „the Works Projects Administration“ (WPA), „the Civilian Conservation Corps“ (CCC), „the National Youth Administration“ (NYA).[1] Roosevelt lokaði einnig öllum bönkum í Bandaríkjunum og bannaði opnun þeirra þar til gengið hafði verið úr skugga um að þeir ættu fyrir skuldum sínum. Við þessar breytingar jókst álit almennings á bankageiranum upp á nýtt og það ýtti aftur undir velmegun og kom þeim að lokum í gegnum kreppuna.[4] Árið 1935 setti hann svo lög sem nefndust „önnur nýja gjöfin“ eða „The Second New Deal“. Þau lög lögðu undirstöðu að bandarísku félagskerfi með tilkomu hluta eins og atvinnuleysisbóta, öryrkjabóta og ellilífeyri sem og hærri skatttöku á þá háttlaunuðu.[2]

Roosevelt var endurkjörinn með miklum yfirburðum árið 1936 og var þetta seinna tímabil hans ekki eins atkvæðamikið og það fyrra. Þar má helst kenna um gífurlegri andstöðu sem hann varð fyrir frá hæstarétti Bandaríkjanna, en stór hluti hæstaréttardómaranna hafði verið skipaður í starf af forverum Roosevelt og voru þeir Rebúblikanar. Þrátt fyrir það þá tókst honum að lögleiða frumvarp um lágmarkslaun verkafólks.[1]

Hvað utanríkismál varðaði þá taldi Roosevelt að „Hinn góði nágranni“ hentaði best og á meðan hann var foresti voru tengsl við aðrar Ameríkuþjóðir styrkt. Honum þótti ljóst að fasismastefna í Evrópu sem hafði vaðið uppi myndi ekki eiga góðan endi og sú spá rættist því stuttu seinna hófst seinni heimsstyrjöldin. Þegar seinni heimsstyrjöldin hófst ítrekaði Roosevelt hlutleysi Bandaríkjanna sem þau héldu þangað til Þjóðverjar höfðu tekið yfir Frakkland árið 1940 en þá fóru Bandaríkjamenn að styðja Breta með óbeinum hætti.[3] Roosevelt varð fyrsti og eini forsetinn til að sitja lengur en 2 tímabil í stóli forseta en hann var endurkosinn árið 1940. Það var talið heldur óvenjulegt en þar sem heimurinn logaði í stríðsátökum var það talið afsakanlegt jafnvel þótt Bandaríkin tækju ekki beinan þátt. Hlutleysi Bandaríkjanna breyttist hins vegar 7. desember árið 1941 en þá gerði japanski herinn árás á Pearl Harbour, eina af flotastöðvum Bandaríkjanna við Kyrrahafið. Í framhaldi af þessu lýsti Roosevelt yfir stríði við Öxulveldin og leiddi Bandaríkin inn í seinni heimsstyrjöldina.[2]

Endalok

breyta

Roosevelt var einn af hugmyndasmiðunum á bak við Sameinuðu þjóðirnar en hann taldi að til að halda frið í heiminum þyrftu þannig samtök að vera til staðar eftir stríð. Það gerði hann í samráði við Winston Churchill og Jósef Stalín.[3] Hann var svo kosinn í 4. skipti sem forseti Bandaríkjana 1944 en sat ekki lengi á fjórða kjörtímabili sínu. Roosevelt lést þann 12. apríl árið 1945, einungis þrem vikum áður en Þjóðverjar gáfust upp, úr heilablóðfalli eftir að hafa verið bundinn í hjólastól í rúma 2 áratugi og samt sem áður stjórnað mesta heimsveldi 20. aldarinnar. Hann lét eftir sig konu sína og frænku Eleanor Roosevelt og tvo syni, þá James og Franklin yngri, en þau voru öll mjög virk í stjórnmálum.[1]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 1,4 1,5 1,6 John Simkin (september 1997). „Franklin Delano Roosevelt“ (enska). Spartacus Educational. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. janúar 2015. Sótt 27. febrúar 2010.
  2. 2,0 2,1 2,2 Michael Beschloss; Hugh Sidey. „Franklin D. Roosevelt“. whitehouse.gov (enska). Hvíta húsið. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. maí 2012. Sótt 27. febrúar 2010.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 „Franklin Delano Roosevelt“. Infoplease. Sótt 27. febrúar 2010.
  4. 4,0 4,1 Poulsen, Henning.1985 Saga mannkyns, Ritröð AB 13. bindi Almenna Íslenska bókafélagið Reykjavík
  5. Poulsen, Henning.1985 Saga mannkyns, Ritröð AB 13. bindi Almenna Íslenska bókafélagið Reykjavík

Heimildir

breyta


Fyrirrennari:
Herbert Hoover
Forseti Bandaríkjanna
(19331945)
Eftirmaður:
Harry Truman