Þórleifur Bjarnason

Þórleifur Bjarnason (30. janúar 190822. september 1981) var rihöfundur og kennari og námsstjóri á Vestfjörðum og Vesturlandi. Hann bjó lengi á Ísafirði og síðar á Akranesi í sextán ár en var fæddur og uppalinn á Hornströndum undir Hælavíkurbjargi. Hann var í farskóla í sveitinni í sex vikur 1921-1922 en sautján ára fór hann til Reykjavíkur í nám við lýðskóla Ásgríms Magnússonar. Þaðan tók hann próf upp í Kennaraskólann. Hann lauk kennaraprófi 1929. Á Ísafirði tókst vinátta með honum og Guðmundi G. Hagalín ritöfundi árið 1942 og fékk Guðmundur hann til að segja sér sögur frá Hornströndum og hvatti hann til að skrifa þær niður. Þórleifur fór að ráðum Guðmundar og kom rit hans Hornstrendingabók út ári seinna. Þórleifur skrifaði fjölda bóka sem margar fjalla um mannlíf á Hornströndum. Meðal verka Þórleifs eru:

  • Hornstrendingabók sem kom út 1943
  • Saga Grunnavíkurhrepps
  • Og svo kom vorið 1946
  • Hvað sagði Tröllið 1948?
  • Þrettán spor 1955
  • Tröllið sagði 1958
  • Hjá afa og ömmu 1960
  • Sléttuhreppur, fyrrum Aðalvíkursveit (1971) (ásamt Kristni Kristmundssyni)
  • Hreggbarin fjöll (gefið út 1974)
  • Íslandssaga Ríkisútgáfa Námsbóka 1966
  • Aldahvörf, Land og saga, ellefta öldin (gefin út 1974)
  • Sú grunna lukka (gefin út 1978)

Heimildir

breyta