Lauritz Knudsen
Lauritz Michael Knudsen var danskur kaupmaður sem flutti til Íslands snemma á 19. öld og er ættfaðir Knudsensættar. Hann var fæddur í Ribe á Jótlandi þann 30. janúar 1779. Foreldrar hans voru Knud Lauridsen Knudsen (1728-1812) og Kirsten Jensdatter (1743-1819).
Þegar Knudsen kaupmaður flutti til Reykjavíkur og hóf verslun, kynntist hann hálfíslenskri, hálfdanskri konu, Margrethe Andrea Mohr (f. Hølter) (1781-1849), sem var gift Claus nokkrum Mohr (f. 1761). Sumarið 1809 réð landi hans Jørgen Jørgensen ríkjum á Íslandi og með leyfi hans skildi Margrethe Andrea við fyrri mann sinn og giftist Knudsen þann 29. október sama ár.
Afkomendur
breytaLauritz og Margrethe eignuðust ellefu börn:
- Lauritz Michael Knudsen (1807-1864)
- Diðrik Vesty Knudsen (1810-1861)
- Knud Peder Knudsen (1811)
- Jens Andreas Knudsen (1812-1872)
- Kirstine Cathrine Knudsen (1813-1874)
- Christiane Dorothea Knudsen (1814-1859)
- Anna Margrét Knudsen (1815-1884)
- Jóhanna Andrea Lauritzdóttir Knudsen (1817-1883)
- Guðrún Sigríður Lauritzdóttir Knudsen (1818-1899)
- Abeline María Knudsen (1820)
- Ludvig Arne Knudsen (1822-1896)
Auk þess gat Lauritz eina dóttur við Bolette Christine Dyrekjær (1787-1811):
- Jensína Christina Knudsen 1809
Lauritz Michael Knudsen lést í Reykjavík þann 4. ágúst 1828.
Heimild
breyta- Marta Valgerður Jónsdóttir: Knudsensætt: niðjatal Lauritz Michaels Knudsens kaupmanns í Reykjavík og konu hans Margrethe Andreu, f. Hölter. Sögusteinn, Reykjavík 1986.