Frímerki
Frímerki er vottun á því að borgað hafi verið fyrirfram fyrir póstsendingu. Fyrsta frímerkið var gefið út í Bretlandi 1. maí 1840, hið svokallaða Penny Black. Fram til þess tíma höfðu viðtakendur póstsendinga greitt fyrir sendingarkostnaðinn.

Penny Black, fyrsta frímerkið
Með tilkomu frímerkisins færðist greiðsluskyldan nú yfir til sendandans. Fjöldi póstsendinga í Bretlandi tvöfaldaðist á rúmlega ári við þessa einföldu breytingu.
Tengt efniBreyta
- Íslensk skildingafrímerki voru gefin út 1873-1876.
- Íslensk aurafrímerki voru gefin út 1876-1902.