Stefán Bjarman (10. janúar 1894 - 28. desember 1974) var íslenskur rithöfundur og þýðandi. Hann er einna þekktastur fyrir að hafa þýtt Hverjum klukkan glymur eftir Ernest Hemingway og Þrúgur reiðinnar eftir John Steinbeck.

Stefán Bjarman fæddist á Nautabúi í Skagafirði, næsta bæ við Mælifell. Hann var yngsta barn hjónanna Steinunnar Jónsdóttur og Árna Eirikssonar er þar bjuggu, en þau fluttu skömmu eftir að Reykjum sem er annexía frá Mælifelli og ólst Stefán þar upp i allstórri fjölskyldu til fermingaraldurs. Þá brugðu foreldrar hans búi og fluttu til Akureyrar þar sem þau bjuggu síðan. Stefán stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavik og bjó á þeim árum um hríð í Unuhúsi. Stefán beindi síðar för sinni til Bandaríkjanna, þar sem hann dvaldist um ára bil.

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.