Ian Fraser, Lemmy, Kilmister (fæddur 24. desember 1945 – dáinn 28. desember 2015) var breskur tónlistarmaður og stofnandi hljómsveitarinnar Motörhead. Hann söng og spilaði á gítar í fyrstu en síðar bassa.

Lemmy á tónleikum árið 2005.

Lemmy fæddist í Stoke-on-Trent, Englandi. Við upphaf tónlistarferilsins lék hann í sveitinni The Rockin' Vickers í Manchester rokksenunni. Hann vann sem rótari fyrir Jimi Hendrix og The Nice áður en hann gekk í hljómsveitina Hawkwind. Hann söng með þeim í laginu Silver Machine sem sló í gegn. Eftir að hafa verið rekinn úr Hawkwind vegna fíkniefnamála stofnaði hann hljómsveitina Motörhead árið 1975. Sveitin starfaði í 40 ár eða til 2015 þegar Lemmy lést úr krabbameini. Hann hafði haldið upp á sjötugsafmæli sitt nokkrum dögum áður fyrir dauða sinn og spilað á tónleikum 2 vikum fyrr.

Lemmy var þekktur fyrir óhóf og að lifa rokklífstílnum að fullu. Nafnið Lemmy ku hafa orðið til þegar hann var í skóla og bað samnemendur að lána sér pening í spilakassa ( lend me/lemmy a quid until friday...).[1]

Tilvísanir

breyta