Lili Elbe, fædd Einar Mogens Andreas Wegener (28. desember 1882 - 13. september 1931) var danskur landslagsmálari og ein af fyrstu trans konum sem fóru í kynleiðréttingu. Hún breytti nafni sínu í Lili Ilse Elvenes en er þekkt undir nafninu Lili Elbe. Hún fór í samtals fimm skurðaðgerðir á tveimur árum og dó úr sýkingu eftir síðustu aðgerðina. Hún stundaði nám frá 1902 - 1904 við Konunglegu Listaakademíuna í Kaupmannahöfn. Þann 8. júní 1904 giftist hún listakonunni Gerdu Marie Frederikke Wegener (fædd Gottlieb). Lili var fyrirsæta hjá Gerdu og var þá klædd kvenmannsfötum. Hún hóf að kalla sig Lili Elbe og hjónin fluttu til Parísar. Hún fór í fyrstu kynskiptiaðgerðina árið 1930 og var hjónaband hennar og Gerdu Wegener lýst ógilt í október 1930. Lili Elbe málaði ekki fleiri myndir eftir að hún hóf kynleiðréttingaraðgerðir.

Heimild

breyta