Magnús Á. Árnason
Magnús Á. Árnason (28. desember 1894 – 13. ágúst 1980) var íslenskur listmálari, högglistamaður, tónsmiður og þýðandi. Magnús var einn af stofnendum Félags íslenskra myndlistarmanna (FÍM).
Magnús fæddist í Narfakoti, Innri-Njarðvík. Hann var sonur Árna Pálssonar, bónda og kennara, og konu hans, Sigríðar Magnúsdóttur. Magnús stundaði nám 1912-13 í Den Tekniske Sélskabs Skole í Kaupmannahöfn og var Thorsen kennari hans; 1918-22 í California School of Fine Arts í San Francisco, kennarar voru málararnir Lee Randolph og Spencer Macky og myndhöggvarinn Ralph Stackpole og árið 1924-26 í Anillaga Musical College, kennari hans þar var tónskáldið George Edwards.
Magnús var giftur Barböru Árnason listakonu.