1522
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1522 (MDXXII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 31. janúar - Sveinsstaðareið. Menn Jóns Arasonar og Teits Þorleifssonar í Glaumbæ börðust á Sveinsstöðum í Húnaþingi.
- Jón Arason kjörinn Hólabiskup (vígður 1524).
- Jón Arason ættleiddi fjögur þeirra barna sem hann átti með fylgikonu sinni, Helgu Sigurðardóttur.
- Ögmundur Pálsson, nývígður Skálholtsbiskup, kom til landsins og lenti þegar í erjum við Jón Arason.
- Teitur Þorleifsson varð lögmaður norðan og vestan.
- Helgi Jónsson varð ábóti í Viðeyjarklaustri.
Fædd
Dáin
Erlendis
breyta- 9. janúar - Hadríanus VI varð páfi.
- 28. júlí - Tyrkir setjast um Ródos.
- 6. september - Eitt af skipum Magellans, Victoria, kom til hafnar í Sanlúcar de Barrameda á Spáni eftir að hafa náð að sigla kringum hnöttinn.
- 20. desember - Eftirlifandi Jóhannesarriddarar á Ródos gáfust upp fyrir Súleiman mikla og yfirgáfu eyna.
Fædd
- 2. febrúar - Lodovico Ferrari, ítalskur stærðfræðingur (d. 1565).
- 11. september - Ulisse Aldrovandi, ítalskur náttúrufræðingur (d. 1605).
- 9. nóvember - Martin Chemnitz, lútherskur guðfræðingur (d. 1586).
- 28. desember – Margrét af Parma, ríkisstjóri Niðurlanda (d. 1568).
- Kristín af Danmörku, hertogaynja af Mílanó og Lorraine (d. 1590).
Dáin
- 14. nóvember - Anna af Frakklandi, hertogaynja af Bourbon og ríkisstjóri Frakklands 1483-1491 (f. 1461).
- Fiorenzo di Lorenzo, ítalskur málari (f. 1440)
- Martin Waldseemüller, þýskur kortagerðarmaður (f. 1470 eða 1471).