Steinn Guðmundsson

Steinn Guðmundsson (f. 13. nóvember 1932, d. 28. desember 2011) var íslenskur iðnmeistari, knattspyrnumaður og fyrrverand formaður Knattspyrnufélagsins Fram.

Ævi og störf

breyta

Steinn fæddist í Reykjavík. Hann lauk sveinsprófi í ketil- og plötusmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1954, lauk síðar meistararéttindum og var skipaður kennari við skólann árið 1963. Hann var virkur jafnt í félagsmálum sem í faglegu starfi málmiðnaðarmanna. Var meðal stofnenda Málmsuðufélags Íslands og formaður þess um skeið.

Steinn átti fjögur börn ásamt konu sinni, Önnu Guðbjörgu Þorvaldsdóttur. Þar á meðal knattspyrnumanninn Guðmund Steinsson. Karl Guðmundsson knattspyrnuþjálfari var bróðir Steins.

Íþróttamál

breyta

Steinn gekk ungur til liðs við Knattspyrnufélagið Fram. Hann lék með öllum yngri flokkum félagsins upp í meistaraflokk, líkt og bræður hans: Guðmundur Valur Guðmundsson og Karl Guðmundsson, síðar landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu.

Eftir að leikmannsferlinum lauk, sneri Steinn sér að þjálfun yngri flokka hjá Fram og síðar meistaraflokks hjá Ármanni. Hann tók dómarapróf og var um nokkurra ára skeið í hópi kunnustu knattspyrnudómara landsins.

Steinn gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Fram. Var formaður félagsins 1976-78 og varaformaður um árabil. Þá var hann fyrsti formaður Skíðadeildar Fram. Fyrir þessi störf var hann útnefndur heiðursfélagi Fram.


Fyrirrennari:
Alfreð Þorsteinsson
Formaður Knattspyrnufélagsins Fram
(19761978)
Eftirmaður:
Hilmar Guðlaugsson