1836
ár
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1836 (MDCCCXXXVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Sex fórust í snjóflóði á Norðureyri í Súgandafirði.
- Bæjarstjórnarkosningar í Reykjavík voru fyrst haldnar.
- Grundarfjörður, Ísafjarðarbær, Akureyri, Eskifjörður og Vestmannaeyjar misstu kaupstaðarréttindi. Reykjavík var eini kaupstaðurinn.
- Þórður Sveinbjörnsson var stiftamtmaður hluta árs.
- Mánaðarritið Sunnanpósturinn kom út.
Fædd
- 8. apríl - Oddur V. Gíslason, guðfræðingur og sjómaður, hvatamaður sundkennslu. (d. 1911).
- 18. október - Magnús Stephensen, dómari, amtmaður og landshöfðingi. (d. 1917).
Dáin
- 23. júlí - Ísleifur Einarsson, sýslumaður (f. 1765)
- 1. ágúst - Jón Espólín, sýslumaður og fræðimaður (f. 1769)
Erlendis
breyta- 8. febrúar - Fyrsta járnbrautarleiðin opnaði í London.
- 23. febrúar til 6. mars - Orrustan um Alamo átti sér stað. Mexíkóskir hermenn réðust inn í Texas í von um endurheimta landsvæðið.
- 25. febrúar - Samuel Colt fékk einkaleyfi fyrir fyrstu sexhleypubyssuna.
- 25. júní - Arkansas varð 25. fylki Bandaríkjanna.
- 5. september - Sam Houston var kosinn fyrsti forseti Lýðveldisins Texas.
- 2. október - Charles Darwin sneri aftur til Englands á skipinu HMS Beagle frá Suður-Ameríku eftir að hafa safnað líffræðilegum gögnum sem hann notaði síðar til að styðja við þróunarkenninguna.
- 26. desember - Suður-Ástralía varð sjálfstæð nýlenda Breta.
- 28. desember - Bandaríkin viðurkenndu sjálfstæði Mexíkó.
- 30. desember - 800 manns létust í eldsvoða í leikhúsi í Sankti Pétursborg.
Fædd
Dáin
- 10. júní - André Marie Ampère, franskur eðlis- og stærðfræðingur (f. 1775).