John von Neumann fæddur sem Neumann Janós (28. desember 1903 í Ungverjalandi8. febrúar 1957 í Bandaríkjunum) var ungversk-bandarískur stærðfræðingur sem gerði mikilvægar uppgötvanir á sviði skammtafræði, tölvunarfræði, hagfræði, grúpufræði sem og í mörgum öðrum greinum stærðfræðinnar.

John von Neumann

John von Neumann var elstur þriggja systkina. Foreldrar hans voru Neumann Miksa, bankastarfsmaður, og Kann Margit. John fæddist inn í gyðingafjölskyldu en iðkaði þau trúarbrögð aldrei. Á ungum aldri sýndi hann mikla minnishæfileika og gat deilt í átta stafa tölur í huganum þegar hann var sex ára. Árið 1911 stundaði hann nám í lúterskum framhaldsskóla. Neumann varð síðar doktor í stærðfræði frá Háskólanum í Búdapest þegar hann var 23 ára. Á árunum 1926 til 1930 starfaði hann svo sem fyrirlesari í Þýskalandi.

Árið 1930 var honum boðið til Princeton háskóla, og var þar valinn sem einn fjögurra fyrstu starfsmanna í háfræðarannsóknastofnun þar (Institute for Advanced Study). Þar var hann prófessor í stærðfræði frá stofnun deildarinnar árið 1933 þar til hann lést. Í Seinni heimstyrjöldinni hjálpaði hann til við þróun kjarnorkusprengjunnar í Manhattan verkefninu, en rétt fyrir dauða sinn varð hann forstöðumaður bandarísku kjarnorkumálanefndarinnar.

Á árunum 1936 til 1938 var Alan Turing gestur hjá háfræðastofnuninni og lauk þar doktorsprófi undir umsjón Johns von Neumanns. Heimsóknin hófst stuttu eftir útgáfu ritgerðar Turings, „Um reiknanlegar tölur með hagnýtingu í Entscheidungsproblem“ („On Computable Numbers with an Application to the Entscheidungs-problem“ á frummálinu), sem fjallaði um hugmyndafræði og rökræna hönnun altæku vélarinnar.

Von Neumann var upphafsmaður leikjafræðinnar. Einnig skapaði hann Von Neumann arkitektúrinn fyrir tölvur.

Hann lést úr krabbameini í beinum og brisi.

Eitt og annað

breyta
  • Faðir Neumanns keypti árið 1913 þýskan titil til að bæta við nafn sitt og eftir það nefndi hann sig: Janós von Neumann. Síðar tók hann upp enskan rithátt nafnsins og nefndi sig John.

Tenglar

breyta
  • „Hver var John von Neumann og hvert var framlag hans til vísindanna?“. Vísindavefurinn.