Karlakórinn Heimir
Karlakórinn Heimir var stofnaður í Skagafirði 28. desember árið 1927. Stofnendur komu flestir úr litlum kór úr framhéraði Skagafjarðar sem hét Bændakórinn og starfaði hann í ellefu ár. Fyrstu árin störfuðu kórfélagar við mjög frumstæðar aðstæður. Söngæfingar voru haldnar á heimilum þar sem hljóðfæri voru til staðar, því ekki voru mörg samkomuhús á þessum tímum.
En félagsskapurinn stækkaði og áhuginn var mikill. Menn fóru aðallega gangandi eða ríðandi til æfinga en stundum fóru þeir einnig á skíðum. Fyrsti söngstjóri kórsins var Gísli Magnússon í Eyhildarholti. Pétur Sigurðsson, tónskáld, tók við af honum og þá Jón Björnsson, einnig tónskáld, frá Hafsteinsstöðum sem stjórnaði kórnum í nær 40 ár.
Stefán Reynir Gíslason hefur stjórnað kórnum nær óslitið frá árinu 1985, en veturna 2010 – 2012 og 2014-15 tók hann sér hlé.
Undirleikari síðan 1991 er tónmenntakennarinn Thomas Randall Higgerson en hann er með doktorsgráðu frá Illinois-háskóla í Urbana-Campain.
Karlakórinn Heimir hefur gefið út plötur og diska sem hafa selst í stórum upplögum. Frægust laga sem kórinn hefur gert vinsæl má telja Fram í heiðanna ró og perluna sígildu Undir bláhimni.
- Gísli Magnússon 1927 til febrúar 1929
- Pétur Sigurðsson febrúar 1929 til hausts 1929
- Jón Björnsson 1929 til 1968
- Enginn söngstjóri 1968 til 1970
- Árni Ingimundarson 1970 til 1976
- Ingimar Pálsson 1976 til 1979
- Svein Arne Korshamn 1979-1980
- Rögnvaldur Valbergsson 1980-1981
- Jirí Hlavácek 1981-1984
- Rögnvaldur Valbergsson 1984-1985
- Rögnvaldur Valbergsson og Stefán R. Gíslason 1985-1986
- Stefán R. Gíslason 1986-1992
- Sólveig Sigríður Einarsdóttir 1992-1993
- Stefán R. Gíslason 1993-2010
- Helga Rós Indriðadóttir 2010-2012
- Stefán R. Gíslason 2012-2014
- Sveinn Arnar Sæmundsson 2014-2015
- Stefán R. Gíslason 2015-
Hljómplötur
breyta- Siglufjörður
- Ólafsfjörður
- Dalvík
- Við sundskála Svarfdæla
- Hlíðarbær
- Akureyri
- Hrafnagil
- Kristnes
- Skjólbrekka
- Laugar í Reykjadal
- Ýdalir
- Ljósvetningabúð
- Húsavík
- Stóru-Tjarnir
- Skúlagarður
- Egilsstaðir
- Borgarfjörður eystri
- Fáskrúðsfjörður
- Neskaupstaður
- Höfn í Hornafirði
- Njálsbúð
- Flúðir
- Félagslundur
- Keflavík
- Hafnarfjörður
- Reykjavík
- Hlégarður
- Akranes
- Logaland
- Borgarnes
- Hellissandur
- Stykkishólmur
- Búðardalur
- Patreksfjörður
- Þingeyri
- Bolungarvík
- Ísafjörður
- Hólmavík
- Reykjaskóli Hrútafirði
- Hvammstangi
- Laugarbakki Miðfirði
- Víðihlíð
- Blönduós
- Skagaströnd
- Húnaver
- Noregur nokkrir staðir
- Ísrael fimm staðir
- Egyptaland Kaíró
- Grænland
- Kanada
- Skotland
- Færeyjar
- Rússland
Tilvísanir
breytaHeimildir
breyta- „Saga karlakórsins Heimis“. Sótt 13. apríl 2011.
Tenglar
breyta- Vefur Heimis
- Umfjöllun um 20 ára afmælishóf kórsins, Fálkinn 16. apríl 1948
- Umfjöllun um 25 ára afmælishóf kórsins, Tíminn 30. janúar 1953
- Umfjöllun um 30 ára afmælishóf kórsins, Morgunblaðið 23. apríl 1958
- Umfjöllun um 40 ára afmælishóf kórsins, Tíminn 2. apríl 1968
- Umfjöllun um 50 ára afmælishóf kórsins, Dagur 2. júní 1978
- Umfjöllun um kórastarf í Skagafirði, Þjóðviljinn 8. júlí 1979