Jógvan Hansen (borið fram Jegvan Hansen) (fæddur 28. desember 1978 í Klakksvík) er færeyskur söngvari.

Jógvan sigraði íslensku X-Factor söngvakeppnina árið 2007. Úrslitaþáttur X- Factor var sýndur í beinni útsendingu frá Smáralind bæði á Íslandi, á Stöð 2, og í Færeyjum. Aðeins Íslendingar gátu tekið þátt í símakosningu þáttarins. Jógvan sigraði með yfir 70% atkvæða en hann keppti á móti HARA systrunum, Rakel og Hildi Magnúsardætrum. Bæði Jógvan og HARA sungu þrjú lög hvor.

Tengill

breyta
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.