Milton Obote

2. forseti Úganda (1925-2005)

Milton Obote (28. desember 192510. október 2005) var stjórnmálamaður frá Úganda. Hann var forsætisráðherra frá því landið fékk sjálfstæði frá Bretum 1962 til 1966 þegar hann skipaði sjálfan sig forseta. Fyrri forseti, Edward Mutesa, flúði til Bretlands. Obote afnam stjórnarskrána og breytti stjórnarfari í forsetaræði. Fyrrum samherji hans, herforinginn Idi Amin, framdi valdarán þegar hann var á ráðstefnu í Singapúr árið 1971. Obote fékk hæli í Tansaníu. Hann komst aftur til valda eftir að Tansaníuher steypti Idi Amin af stóli árið 1980. Flokkur Obotes sigraði kosningar sem fylgdu í kjölfarið en ásakanir um kosningasvindl leiddu til skæruhernaðar stjórnarandstæðinga undir forystu Yoweri Museveni. Árið 1985 var Obote aftur steypt af stóli af herforingjum sínum og eftir nokkurra mánaða átök náði Museveni völdum. Amnesty International áætlaði í júlí 1985 að stjórn Obotes bæri ábyrgð á dauða yfir 300.000 almennra borgara í Úganda.

Milton Obote

Eftir valdaránið flúði Obote til Tansaníu og þaðan til Sambíu. Hann lést á sjúkrahúsi í Jóhannesarborg.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.