1647
ár
Árið 1647 (MDCXLVII í rómverskum tölum) var 47. ár 17. aldar sem hófst á þriðjudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en föstudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Árþúsund: | 2. árþúsundið |
---|---|
Aldir: | |
Áratugir: | |
Ár: |
Felliár á Íslandi. Samkvæmt Fitjaannál fékk veturinn 1647-1648 nafnið Glerungsvetur eða Rolluvetur.
Atburðir
breyta- 14. mars - Þrjátíu ára stríðið: Bæjaraland, Köln, Frakkland og Svíþjóð gerðu með sér vopnahléð í Ulm.
- 3. apríl - Bréf frá New Model Army þar sem töfum á launagreiðslum er mótmælt, var lesið upp í enska þinginu.
- 15. september - Brynjólfur Sveinsson, biskup, fékk Flateyjarbók að gjöf frá Flatey á Breiðafirði.
Ódagsettir atburðir
breyta- Þórður Hinriksson, sýslumaður í Borgarfirði kærði kaupmanninn í Hólminum fyrir vörusvik og fals.
Fædd
breyta- 2. apríl - Maria Sibylla Merian, þýskur náttúrufræðingur (d. 1717).
- 18. apríl - Elias Brenner, finnskur listamaður (d. 1717).
- 22. ágúst - Denis Papin, franskur uppfinningamaður (d. 1712).
- 18. nóvember - Pierre Bayle, franskur heimspekingur (d. 1706).
Ódagsett
breyta- Petter Dass, norskur guðfræðingur (d. 1707).
Dáin
breyta- 14. mars - Friðrik af Óraníu, landstjóri í Hollandi (f. 1584).
- 25. apríl - Matthias Gallas, hershöfðingi í her keisarans af hinu Heilaga rómverska ríki (f. 1584).
- 20. september - Guðmundur Einarsson prestur á Staðastað á Snæfellsnesi (f. 1568).
- 8. október - Christen Sørensen Longomontanus, danskur stjörnufræðingur (f. 1562).
- 25. október - Evangelista Torricelli, ítalskur stærðfræðingur (f. 1608).
- Björg Andrésdóttir og Jón Þorsteinsson, stjúpfaðir hennar, úr Húnavatnssýslu, tekin af lífi á Alþingi fyrir blóðskömm.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Skrá á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.