Hvalbæjargöngin

(Endurbeint frá Hvalbagöngin)

Hvalbæjargöngin (færeyska: Hvalbiartunnilin) eru færeysk jarðgöng á milli Hvalbæjar og Trongisvágar á Suðurey. Göngin eru samtals 1.450 metrar að lengd og eru einbreið. Þau voru opnuð þann 28. desember 1962 og eru því elstu jarðgöng Færeyja. Árið 2009 fóru að meðaltali 733 bílar á dag um göngin.

Gerð var úttekt á öllum jarðgöngum Færeyja árið 2007 og var þá séstök áhersla lögð á Hvalbagöngin vegna aldurs þeirra. Niðurstaða athugunarinnar var að styrkja þyrfti syðri hluta ganganna.

Heimild

breyta