Skipper Klement var foringi í bændauppreisn í Danmörku. Þann 16. október 1534 sigraði bændaher Klemens jóskan her sem sendur var til að berja niður bændauppreisnina. Bardaginn var nálægt Álaborg norðan við Svenstrup. Í nokkra mánuði barðist bændaherinn í stórum hluta af Norður-Jótlandi. Johan Rantzau herforingi Kristjáns 3. þvingaði bændaherinn aftur til Álaborgar og réðist á borgina 18. desember 1534. Klement var tekinn til fanga og var hálshöggvinn og líkið brytjað niður þann 8. september 1536 og síðan stjaksett við Viborg Landsting.

Mynd frá 16. öld af aftöku Skippers Klement

Heimild breyta