Ragnheiður Brynjólfsdóttir

Ragnheiður Brynjólfsdóttir (8. september 1641 - 23. mars 1663) var dóttir Brynjólfs Sveinssonar biskups í Skálholti. Ragnheiður sór bókareið (11. maí 1661) að hún væri "óspillt mey af öllum karlmannsvöldum og holdlegum saurlífisverkum" vegna sögusagna um samdrátt hennar og Daða Halldórssonar, en eignaðist síðan barn með honum (15. feb. 1662), sem nefndist Þórður. Út af þessu varð mikil saga í Skálholti og varð Brynjólfi föður hennar að miklu heimilisböli.

Tenglar breyta

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.