Bernie Sanders

Bandarískur stjórnmálamaður

Bernard „Bernie“ Sanders (fæddur 8. september 1941) er bandarískur stjórnmálamaður sem að er annar tveggja fulltrúa Vermont í öldungadeild Bandaríkjaþings.[1] Hann er óháður stjórnmálaflokkum en hefur jafnan kosið með Demókrataflokknum og situr í þingflokki þeirra. Sanders er þekktur fyrir skoðanir sínar í garð félagshyggju og sósíalískar hugmyndir.

Bernie Sanders
Öldungadeildarþingmaður fyrir Vermont
Núverandi
Tók við embætti
3. janúar 2007
ForveriJim Jeffords
Fulltrúadeildarþingmaður fyrir Vermont
Í embætti
3. janúar 1991 – 3. janúar 2007
ForveriPeter Plympton Smith
EftirmaðurPeter Welch
Persónulegar upplýsingar
Fæddur8. september 1941 (1941-09-08) (83 ára)
New York City, Bandaríkjunum
StjórnmálaflokkurÓflokksbundinn
Demókrataflokkurinn (2015–2016; 2019–2020)
MakiDeborah Shiling (g. 1964; s. 1966)
Jane O'Meara (g. 1988)
HáskóliChicago-háskóli
Undirskrift

Sanders gaf kost á sér í forvali Demókrata fyrir forsetakosningarnar 2016 en laut í lægra haldi fyrir Hillary Clinton. Hann hlaut 43.1% á meðan Clinton hlaut 55.2% atkvæða. Sanders gaf kost á sér á nýjan leik í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020. Sanders vann sigur í fyrstu þremur ríkjunum þar sem forvalið var haldið en tapaði síðan þremur ríkjum gegn Joe Biden um miðjan mars. Sanders kom kosningabaráttu sinni ekki aftur á réttan kjöl og tilkynnti þann 8. apríl 2020 að hann hygðist hætta við framboð sitt.[2] Hann lenti aftur í öðru sæti með 26.2% á meðan Biden hlaut 51.7%.

Sanders var fulltrúardeildarþingmaður fyrir Vermont frá 1991 til 2007 sem óháður þingmaður. Í öldungadardeildarkosningunum í Vermont árið 2006 bauð hann sig fram sem óháður og vann með 65.4% atkvæða. Hann bauð sig aftur í fram í kosningunum árið 2012 og hlaut 71% atkvæða.[3] Hann bauð sig aftur fram í þriðja kjörtímabil sitt sem öldungardeildarþingmaður árið 2018 og hlaut 67.4% atkvæða. Í maí 2024 tilkynnti hann að hann myndi bjóða sig fram á ný í öldungardeildarkosningunum í Vermont sem að fóru fram í nóvember 2024.[4] Þar vann hann sitt fjórða kjörtímabil með 63.3% atkvæða.

Tenglar

breyta
  1. John Nichols (30. október 2012). „How Does Bernie Sanders Do It?“. The Nation.com. Sótt 1. júlí 2015.
  2. Samúel Karl Ólason (8. apríl 2020). „Bernie Sanders hættir framboði sínu“. Vísir. Sótt 8. apríl 2020.
  3. „2012 United States Senate election in Vermont“, Wikipedia (enska), 14. ágúst 2024, sótt 14. ágúst 2024
  4. Ólason, Samúel Karl (5. júní 2024). „Átta­tíu og tveggja ára Bernie vill sex ár í við­bót - Vísir“. visir.is. Sótt 14. ágúst 2024.