Ólína Þorvarðardóttir

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (fædd 8. september 1958) er íslenskur rithöfundur, fræðimaður og stjórnmálamaður. Hún sat á althingi.is Alþingi Íslendinga 2009-2013 og 2015-2016 fyrir Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi. Forseti Vestnorræna ráðsins 2010, varaforseti Norðurlandaráðs 2015. Borgarfulltrúi í Reykjavík 1990-1994. Sem stjórnmálamaður beitti hún sér fyrir breytingum á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu samhliða umhverfismálum og velferðarmálum, og var á sama tíma virk í norrænu samstarfi. Sem fræðimaður hefur hún einkum helgað sig þjóðfræðirannsóknum, ekki síst á galdramálum 17. aldar sem doktorsritgerð hennar fjallar um.

Olina Thorvardardottir, Island, Nordiska radets session i Stockholm 2009.jpg

ÆviágripBreyta

Fædd í Reykjavík 8. september 1958 og alin þar upp til 14 ára aldurs er hún flutti með foreldrum sínum til Ísafjarðar og fór þar í Menntaskólann á Ísafirði þaðan sem hún útskrifaðist með stúdentspróf 1979. Hún hóf nám í íslensku og heimspeki við Háskóla Íslands 1980 og sérhæfði sig síðar í þjóðfræði. Var um tíma gestarannsakandi við þjóðfræðideild Kaupmannahafnarháskóla. Lauk doktorsprófi frá Heimspekideild Háskóla Íslands árið 2000.

Ólína var þekktur sjónvarps- og blaðamaður áður en hún hóf afskipti af stjórnmálum. Hún leiddi lista óháðs framboðs Nýs vettvangs[1] fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík 1990 og sat í Borgarstjórn Reykjavíkur til ársins 1994, þar af sem borgarráðsmaður 1992-1994. Á þeim vettvangi beitti hún sér einkum í velferðar, skipulags og samgöngumálum Reykjavíkurborgar.

Í stjórn Dagvistar barna 1990–1994. Í stjórn Strætisvagna Reykjavíkur 1994–1998.

StörfBreyta

Ólína hefur gegnt fjölmörgum félags- og trúnaðarstörfum í ýmsum nefndum og ráðum. Hún hefur skrifað fjölda fræðigreina auk skrifa um þjóðfélagsmál í blöð, bækur, tímarit og á vefsíður.[2]

StarfsferillBreyta

 • Forseti Félagsvísindadeildar Háskólans á Bifröst, frá 2022
 • Alþingismaður 2009-2012 og 2015-2016[3]
 • Sérfræðingur við Stofnun fræða og rannsóknasetra Háskóla Íslands 2006-2009
 • Skólameistari við Menntaskólann á Ísafirði 2001-2006.
 • Stundakennari við Félagsvísindadeild og Heimspekideild Háskóla Íslands 1992-2000.
 • Forstöðumaður Þjóðháttadeildar og upplýsingafulltrúi Þjóðminjasafns Íslands 1999-2001.
 • Borgarfulltrúi og borgarráðsmaður í Reykjavík 1990-1994.
 • Frétta- og dagskrárgerðarmaður á RÚV 1986-1990.
 • Kennari við Gagnfræðaskóla Húsavíkur 1979-1980.

ÞingnefndirBreyta

 • Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, 1. varaformaður (2010-2011)
 • Atvinnuveganefnd Alþingis, 1. varaformaður (2011-2013)
 • Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins, formaður (2009-2013)
 • Allsherjar og menntamálanefnd (2015-2016)
 • Velferðarnefnd (2015-2016)
 • Íslandsdeild Norðurlandaráðs (2015-2016)

Eldri nefndirBreyta

 • Sjávarútvegs og landbúnaðarnefnd (varaformaður 2009-2011)
 • Umhverfisnefnd Alþingis, (formaður 2010)
 • Samgöngunefnd (2009-2011)
 • Félags og tryggingamálanefnd (2009)

Önnur félags og trúnaðarstörfBreyta

Formaður Óðfræðifélagsins Sónar 2018-2020.

Formaður Vestfjarða-akademíunnar 2005–2008.

Formaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða 2001–2006.

Varaformaður Menningarráðs Vestfjarða frá 2007.

Formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar 1998–2000.

Varaformaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar 1996–1998.

Í stjórn Neytendafélags höfuðborgarsvæðisins 1995–1996.

ViðurkenningarBreyta

2007: Viðurkenning Nýsköpunarmiðstöðvarinnar Impru f. viðskiptahugmyndina Spánverjavígin 1615: Sögusafn og söguslóð

2008 Verðlaun í hugmyndasamkeppninni Upp úr skúffunum fyrir viðskiptahugmyndina Spánverjavígin 1615: Sögusafn og söguslóð

1995 Verðlaun í ljóðasamkeppni Listahátíðar Reykjavíkur.

1991 Folklore Fellow (associate member of The Folklore Fellows, an international network of folklorists, instituted by the Finnish Academy of Science and letters, Helsinki)

MenntunBreyta

 • Doktorspróf 2000. Heimspekideild Háskóla Íslands. Lokaritgerð: Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum. Háskólaútgáfan, Reykjavík, 2000.
 • Cand. Mag. 1992 - Heimspekideild Háskóla Íslands. Lokaritgerð: Galdur í munnmælum. Hneigð, hlutverk og þróun íslenskra galdrasagna. (Háskólabóksafn)
 • BA 1985. Heimspekideild Háskóla Íslands. Lokaritgerð: „Eitt sinn upp skal rísa – mín öfugt kveðna visa“. Uppreisnin í ljóðum Steins Steinarr. (Háskólabókasafn)
 • Kennsluréttindi fyrir framhaldsskóla 2001.
 • Stjórnunarnám 2000 - Viðskipta og hagfræðideild Háskóla Íslands.

BækurBreyta

 • 2021: Ilmreyr. Móðurminning. (Ævisaga. Fræðirit).
 • 2020: Spegill fyrir skuggabaldur. Atvinnubann og misbeiting valds. (Fræðirit).
 • 2019: Lífgrös og leyndir dómar. Lækningar, töfrar og trú í sögulegu ljósi. (Fræðirit).
 • 2017: Við Djúpið blátt. Ísafjarðardjúp. (Árbók Ferðafélags Íslands 2017).
 • 2009: Vestanvindur. Ljóð og lausir endar. (Ljóðabók).
 • 2000: Brennuöldin. Galdur og galdratrú í málskjölum og munnmælum. (Doktorsritgerð).
 • 1995: Álfar og tröll. Íslensk þjóðfr æði. (Fræðirit).
 • 1988: Bryndís. Lífssaga Bryndísar Schram. (Ævisaga).

TilvísanirBreyta

 1. SME (13. mars 1990). „Dagblaðið Vísir 13.3.1990“. Frjáls fjölmiðlun hf. Sótt september 2019.
 2. Konur skrifa um konur sem skrifa. „skald.is“.
 3. althingi.is. „Althingismannatal“. Alþingi Íslendinga.