Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2003
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2003 var haldin í Ríga, Lettlandi eftir að Marie N vann keppnina árið 2002 með laginu „I Wanna“. Hún var í umsjón Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) og Latvijas Televīzija (LTV) og fór fram í Skonto Hall þann 24. maí 2003. Sigurvegarinn var Tyrkland með lagið „Everyway That I Can“ eftir Sertab Erener.
Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2003 | |
---|---|
Magical Rendez-vous | |
Dagsetningar | |
Úrslit | 24. maí 2003 |
Umsjón | |
Vettvangur | Skonto Hall Ríga, Lettland |
Kynnar |
|
Framkvæmdastjóri | Sarah Yuen |
Sjónvarpsstöð | Latvijas Televīzija (LTV) |
Vefsíða | eurovision |
Þátttakendur | |
Fjöldi þátttakenda | 26 |
Frumraun landa | |
Endurkomur landa | |
Taka ekki þátt | |
Kosning | |
Kosningakerfi | Hvert land gefur sett af 12, 10, 8–1 stigum til tíu laga. |
Sigurvegari | Tyrkland Sertab Erener |
Sigurlag | „Everyway That I Can“ |
Þetta var seinasta keppnin sem fór fram á einu kvöldi, þar sem að EBU tilkynnti að það myndi bæta við undankeppni árið eftir.