Hilmir Jóhannesson

Hilmir Jóhannesson (fæddur 24. maí 1936) er mjólkurfræðingur og skáld og býr á Sauðárkróki.

Fjölskylda breyta

Faðir Hilmis var Jóhannes Ármannsson, múrari og smiður og móðir hans var Ása Stefánsdóttir, húsfreyja. Kona Hilmis er Hulda Jónsdóttir, dagmamma.

Nám breyta

Hilmir lauk námi í mjólkurfræði frá Landbúnaðarskólanum Ladelund í Danmörku árið 1961.

Leikrit breyta

  • Sláturhúsið Hraðar hendur, fyrst sett upp á Borgarnesi árið 1968, en seinna farandsýning leikhópsins Emelíu. Umf. Tindastóll sýndi leikritið á Sauðárkróki árið 1978
  • Ósköp er að vita þetta, samið árið 1971
  • Gullskipið kemur, samið árið 1974, sýnt af Leikfélagi Akureyrar
  • Karlmenningarneysla, Verkakvennafélagið Aldan setti upp á Sauðárkróki árið 1975
  • Hinn þögli meirihluti, UMFT setti upp á Sauðárkróki 1983
  • Hvað helduru mar (revía), tónlist eftir Geirmund Valtýsson. UMFT setti upp á Sauðárkróki 1988
  • Það sem aldrei hefur skeð (revía), Tónlist eftir Geirmund Valtýsson. UMFT setti upp á Sauðárkróki 1990
  • Tímamótaverk, Leikfélag Sauðárkróks setti upp 1991
  • Trítill, samið með Huldu Jónsdóttur, tónlist eftir Eirík Hilmisson. Leikfélag Sauðárkróks setti upp árið 1997

Bækur breyta

  • Gollar, 2011 (skáldsaga)
  • Ort í sandinn, 2012 (ljóðabók)
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.