Björgvin Páll Gústavsson
Íslenskur handknattleiksmaður
Björgvin Páll Gústavsson (f. 24. maí 1985) er íslenskur handknattleiksmaður sem leikur með Val. Björgvin er markmaður.
Björgvin lék með íslenska landsliðinu í handknattleik þegar það vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008 og þegar það vann bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu í Austurríki 2010. Áður en Björgvin fór til Þýskalands lék hann með Fram og þar áður með HK.