Sigfús Eymundsson
Sigfús Eymundsson (f. 24. maí 1837 í Vopnafirði, d. 20. október 1911) var íslenskur ljósmyndari og bóksali. Hann vann við bókband frá unga aldri og fór árið 1857 til Kaupmannahafnar til að fullnema sig í þeirri iðn. Í Kaupmannahöfn lærði hann hjá Ursin, hinum konunglega hirðbókbindara. Árið 1861 fór hann til Noregs þar sem hann nam ljósmyndun í fjögur ár. Hann starfrækti ljósmyndastofu í Kaupmannahöfn í eitt og hálft ár uns hann flutti aftur til Íslands árið 1866. Árið 1867 opnaði hann fyrstu ljósmyndastofuna í Reykjavík. Árið 1872 opnaði hann bókaverslunina Eymundsson í miðbænum sem enn er rekin í dag. Auk þess gaf hann út nokkurn fjölda bóka. Sigfús var um áratugaskeið umboðsmaður Allan-skipafélagsins sem bauð flutninga vestur um haf. Þetta var á tímabili Vesturferðanna og má ætla að hundruðir eða þúsundir Íslendinga hafi flust vestur um set með milligöngu Sigfúsar.
Sigfús var virkur í félagastarfi og kom að starfi Kaupfélags Reykjavíkur og átti sæti í framkvæmdastjórn Heimastjórnarflokksins.
Tenglar
breyta- „Sigfús Eymundsson“; grein í Prentaranum 1998
- Viljum að nafnið lifi, Morgunblaðið 7. desember 1997
- „Sigfús Eymundsson bóksali“,, Óðinn mars 1907.