Stefán Sigurður Guðmundsson

Stefán Sigurður Guðmundsson (f. 24. maí 1932 á Sauðárkróki, d. 10. september 2011) var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Norðurlandskjördæmi vestra frá 19791999 og var stjórnarformaður Kaupfélags Skagfirðinga þegar hann lést.

Fjölskylda breyta

Stefán er sonur Guðmundar Sveinssonar (11. mars 189319. október 1967) skrifstofustjóra og fulltrúa hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og konu hans Dýrleifar Árnadóttur (4. júlí 18999. mars 1993) húsmóður. Kona hans var Hrafnhildur Stefánsdóttir (11. júní 193715. júlí 1998) verslunarmaður. Stefán hefur alla tíð verið búsettur á Sauðárkróki.

Ferill breyta

Stefán lauk gagnfræðaprófi á Sauðárkróki 1949 og iðnskólapróf þar 1951. Hann fékk sveinsbréf í húsasmíði 1956 og lauk meistaraprófi í greininni 1959. Hann stofnaði ásamt fleirum Trésmiðjuna Borg hf. á Sauðárkróki 1963 og var framkvæmdastjóri hennar 1963-1971. Hann varð síðan framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Skagfirðinga 1971 og gegndi því starfi til 1981.

Stefán var bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Sauðárkróki 1966-1982. Hann var kjörinn á Alþingi árið 1979 og sat þar til 1999. Árið 1998 var hann kjörinn í sveitarstjórn Skagafjarðar og sat þar eitt kjörtímabil, til 2002.

Stefán hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum. Hann var í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins (síðar Byggðastofnunar) 1980-1987 og 1995 og formaður stjórnarinnar 1983-1987. Hann sat í stjórn Steinullarverksmiðjunnar hf. frá 1982 og hefur verið í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga frá 1982. Í stjórn Fiskiðju Sauðárkróks hefur hann verið frá 1983. Einnig sat hann í stjórn Íslenskrar endurtryggingar 1988-1993.

Heimild breyta

  • „Æviágrip á vef Alþingis“.