Stefán Sigurður Guðmundsson
Stefán Sigurður Guðmundsson (f. 24. maí 1932 á Sauðárkróki, d. 10. september 2011) var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Norðurlandskjördæmi vestra frá 1979 – 1999 og var stjórnarformaður Kaupfélags Skagfirðinga þegar hann lést.
Fjölskylda
breytaStefán er sonur Guðmundar Sveinssonar (11. mars 1893 – 19. október 1967) skrifstofustjóra og fulltrúa hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og konu hans Dýrleifar Árnadóttur (4. júlí 1899 – 9. mars 1993) húsmóður. Kona hans var Hrafnhildur Stefánsdóttir (11. júní 1937 – 15. júlí 1998) verslunarmaður. Stefán hefur alla tíð verið búsettur á Sauðárkróki.
Ferill
breytaStefán lauk gagnfræðaprófi á Sauðárkróki 1949 og iðnskólapróf þar 1951. Hann fékk sveinsbréf í húsasmíði 1956 og lauk meistaraprófi í greininni 1959. Hann stofnaði ásamt fleirum Trésmiðjuna Borg hf. á Sauðárkróki 1963 og var framkvæmdastjóri hennar 1963-1971. Hann varð síðan framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Skagfirðinga 1971 og gegndi því starfi til 1981.
Stefán var bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins á Sauðárkróki 1966-1982. Hann var kjörinn á Alþingi árið 1979 og sat þar til 1999. Árið 1998 var hann kjörinn í sveitarstjórn Skagafjarðar og sat þar eitt kjörtímabil, til 2002.
Stefán hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum. Hann var í stjórn Framkvæmdastofnunar ríkisins (síðar Byggðastofnunar) 1980-1987 og 1995 og formaður stjórnarinnar 1983-1987. Hann sat í stjórn Steinullarverksmiðjunnar hf. frá 1982 og hefur verið í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga frá 1982. Í stjórn Fiskiðju Sauðárkróks hefur hann verið frá 1983. Einnig sat hann í stjórn Íslenskrar endurtryggingar 1988-1993.