Akvitanía
Hérað Frakklands
Akvitanía (franska: Aquitaine) er hérað í suðvesturhluta Frakklands. Akvitanía var áður eitt af héruðum Frakklands, en er nú hluti af héraðinu Nouvelle-Aquitaine. Hún nær yfir suðvesturhluta meginlands Frakklands, með strönd við Atlantshafið og landamæri að Spáni í suðri í Pýreneafjöllum. Borgin Bordeaux er höfuðstaður og stjórnsýslumiðstöð héraðsins. Akvitanía nær yfir sýslurnar Dordogne, Lot-et-Garonne, Pyrénées-Atlantiques, Landes og Gironde. Það rekur uppruna sinn til rómverska skattlandsins Gallia Aquitania. Á miðöldum var Akvitanía konungsríki og síðar hertogadæmi með mjög breytileg landamæri.