Shakhtar Donetsk

(Endurbeint frá Shaktar Donetsk)

Shakhtar Donetsk er knattspyrnulið frá Borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu. Liðið var stofnað 1936 og leikur í efstu deild í Úkraínu. Félagið vann Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu 2009. Eigandi félagsins er kaupsýslumaðurinn Rinat Akhmetov. Þekktasti leikmaður félagsins um þessar mundir er án efa Eduardo da Silva en margir Brasilíumenn hafa spilað með félaginu.

Shakhtar Donetsk
Fullt nafn Shakhtar Donetsk
Gælunafn/nöfn (Námuverkamennirnir')гірники
Stofnað 24. maí 1936
Leikvöllur Donbass Arena Donetsk
Stærð 52.667
Stjórnarformaður Rinat Akhmetov
Deild Úkraínska úrvalsdeildin
2023/24 1.sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Saga félagsins

breyta

Shakhtar Donetsk er eitt af elstu félögum Úkraínu. Félagið varð til á tímum Sovétríkjanna og var eitt af stærri liðum landsins á þeim tíma.

Leikvangur

breyta

Donbass Arena er einn af stærstu völlum Evrópu og var meðal annars notaður á Evrópumótinu í Knattspyrnu 2012. Donbass Arena getur tekið 52.667 manns í sæti og hefur fengið fimm stjörnu einkunn frá evrópska knattspyrnusambandinu.

  • Sovéskir deildarbikarmeistarar 1984
  • Úkraínskir meistarar (15): 2002, 2005, 2006, 2008, 2010, 2011, 2012, 2013, 2014, 2017, 2018, 2019, 2020, 2023, 2024
  • Úkraínskir bikarmeistarar (14): 1995, 1997, 2001, 2002, 2004, 2008, 2011, 2012, 2013, 2016, 2017, 2018, 2019, 2023
  • Úkraínskir deildarbikarmeistarar (8): 2006, 2008, 2010, 2012, 2013, 2014, 2015, 2017

Alþjóðlegir titlar

breyta